Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Dýralíf

Þessa dagana fer mikið fyrir dýralífinu hérna í sveitinni eins og von er um hásumar, eða því sem næst.  Starrar og svölur eru í öllum fáanlegum hreiðrum hér í kring, úti í bílskúr, uppi á hlöðulofti og í öllum trjám. Það er svo að það er áhættusamt að hengja út þvott...  ekki öruggt að hann komi hreinn inn aftur.  Svölurnar þjóta hér um á lágu flugi og ótrúlegt að maður sé ekki búin að fá eina í augað eða eyrað.  Frábærir "flugmenn" svölurnar verður að segja. 

Það eru víst ekki margir sem geta stært sig af að hafa eina svona í garðinum hjá sér.. eða hvað!?

kvíga i gardinum       Kvígan kíkti í heimsókn um helgina, það var smá baks að fá hana inn í girðinguna aftur.. án þess að hinar slyppu út líka.   Daginn eftir var flokkurinn, 28 kvígur og 1 naut, flutt suður fyrir garðinn á beitilandið út á engi.  Ekki vildi betur til en svo að 2 dögum síðar fer allur hópurinn í ævintýraferð, upp afleggjarann... og reyndi að komast í garðinn okkar líka.  Það tókst ekki sem betur fer, en þær náðu að naga nokkra runna.  'Eg var úti í garði þegar ég uppgötva strokið,  var ein heima með Stefán og vin hans, sem voru ekki viðlátnir þegar ég þurfti á hjálp þeirra að halda.  Það var alger heppni að nágrannarnir voru heima og stukku til og hjálpuðu mér að koma dýrunum í girðunguna aftur.  Það tók dágóða stund, það þurfti að skoða svo margt og smakka á ýmsu.  Mér leist ekkert á þetta, enda allsendis óvanur kúasmali.

kisur fundnar

Læðan Lionheart gaut 5 kettlingum í síðustu viku.  Hún reyndi að koma sér fyrir inni í fataskáp hjá okkur en skipti um skoðun eftir að hún var uppgötvuð.  Daginn eftir var hún orðin léttari og leitin að kettlingunum hófst.  Það var ekki fyrr en 3 dögum síðar að Ole fann þá úti á akri, í bæli undir háu grasi.  Greinilegt að Lionheart er ung.. vissi greinilega ekkert hvað hún átti að gera!!!   Fjölskyldan var flutt upp á heyloft, og Ole klippti á naflastrengina en þrír kettlingar voru flæktir saman.  Læðan unga hefur ekki mikið vit á  svona löguðu greinilega.  2 kettlingar hafa dáið og hafa verið jarðaðir með töluverðri viðhöfn.  'I dag 1. júní flutti fjölskyldan aftur, nú að frumkvæði móðurinnar.  Hún sá sér leik á borði þegar verið var að viðra ganginn  og skutlaðist með kettlingana inn í fatahengi,  bak við töskur og dót sem þar oft dagar uppi.  Ég uppgötvaði það ekki fyrr en þegar Ciki (tíkin á bænum) var að leika sér með gulan hnoðra við dyrnar, mamman Lionheart gerði ekki neitt, horfði bara forviða á lokaða útidyrahurðina.  Stefán gerði "hreiður" handa þeim, en fjölskyldan verður flutt aftur upp á loft á morgun.

DSCF8855

DSCF8856

DSCF8863

DSCF8866

DSCF8861

Jóhann með kettling og Ciki

DSCF8873

Hana langar nú voðalega mikið til að leika sér með þá!!!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband