Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Eureka..

er nafnið á bænum sem við erum í núna, skrifa þetta undir sæng á hótelherberginu og heyri umferðarniðinn frá vegi 101 hingað upp.  Fórum í gegnum rauðviðarskóginn í dag "redwoods" og kíktum á nokkur risatré, keyrðum í gegnum eitt líka Smile .  Við komum til Seattle á sunnudaginn og gistum eina nótt, kíktum á bæinn og fórum upp í Space Needle, fórum svo til Corvallis í Oregon í fjölskylduheimsókn.  Þar vorum við í góðu yfirlæti í 3 nætur, fórum svo af stað í gær suður eftir á vegi 101.  Gullfalleg leið meðfram ströndinni en það hefur komið okkur á óvart hvað það er kalt hérna við ströndina... og  mikið rok.  Er ekki búin að fara úr flíspeysunni góðu í 2 daga nema rétt yfir nóttina.  á morgun verður farið inn í land og í heimsókn i Truckee til vinafólks.  Það er mikil keyrsla á okkur, en strákarnir taka því nokkuð vel, það er náttúrulega mikið að sjá og oft stoppað í smástund. 

Chicago er æði!!

Fjölskyldan er nú í fríi og það er æði hérna í Chicago. Erum fram að þessu búin að fara í sund, upp í bæði Sears Tower og Hancok Building, laumast inn í og skoða fleiri frægar byggingar, fara á söfn og sjá risaeðlur eða leifar af þeimSmile sædýrasafn og sjá m.a.höfrungasýningu og  latan "komododragon", borða á elsta veitingastað borgarinnar, gista í miðborginni og rölta út í bókabúð kl. 10 á kvöldin, heimsækja gamla skólann, fara í dýragarð og þegar þetta er skrifað eru drengirnir ásamt Ole á NASCAR kappakstri í hellirigningu hér sunnan við borgina. 'Eg fór sjálf í að versla fyrir grillið á morgun... spennandi...

Chicago 583


Ugla sat á kvisti...

(eða í kassa)... átti börn og missti,,,, 6 ungar fæddir , 5 lifðu af og voru merktir í kvöld!!  "Slörugle" á dönsku en ekki kirkjuugla eins og vonast var eftir en ugla var það!!  Það komu sérfræðingar í heimsókn í kvöld og merktu fjölskylduna.  Við fengum að prufa að halda á ungunum sem voru af mismunandi stærð.  Uglan verpir einu eggi á 2ja daga fresti svo ungarnir eru ekki jafn gamlir.

 gardur og ugla040

Hér er verið að ná í ungana úr uglukassanum sem var settur upp haustið 2006, þetta eru fyrstu íbúarnir!!

gardur og ugla051

 

 

 

Emilía og Aníta fá að halda á 2 ungum

 

 

 gardur og ugla062

 Jóhann með unga

 gardur og ugla065

 

 

         

 

Stefán með unga og eldri bræður/systur í baksýn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband