Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Breytingar

 

 Skiluðum "Igor" aftur heim í rokið í gær eftir nokkrar votar og vindasamar vikur í DK.  Það var ekki lítið sem hann kom í verk. Nokkur sýnishorn hérna.....

fyrir....Austur - hlöðugafl

  DSCF5757DSCF5673    Norðurgafl   

 og eftir meðferð hjá ef til vill frábærasta pabba í heimi!!

eftir...

DSCF5862

    DSCF5874   DSCF5868 

DSCF5878¨ 

DSCF5883

því miður  virðist sem að það komist ekki fleiri myndir fyrir hér í kvöld... svo  kannski meira seinna.   Allavega frábærar breytingar á Lundgaard til hins betra sem við hefðum ekki getað náð að gera með öllu hinu.   Takk fyrir í það.  Mátt til að monta mig af pabba!

 


Smá líf hérna

Lygilegt hvernig tímin flýgur frá manni.  Rétt búin að vera í frábæru frí, vera með frábærum gestum sem sáu um heimilshaldið að mestu og meira til, farin að vinna aftur, 'Olympíuleikarnir komnir og farnir ..  og  "Igor" í fullri vinnu hér heima.  Það hefur viðrað illa að mestu undanfarnar vikur,,, allavega er það það sem maður man, þessar sólarglettur hafa verið allt of fáar og langt á milli þeirra.  Þrátt fyrir það hefur "Igor" náð að gera ótrúlega hluti sem fegra býlið sem um munar.   Við erum óendanlega þakklát fyrir það.  Myndir seinna , hér eða á hinni síðunni. 

'I kvöld var gott veður og við skelltum okkur öll í smá veiðitúr niðri að á.  Við öll erum Igor, við 4, hundur og köttur!!  Það þurfti að bera köttinn síðasta spölinn því prinsessan þolir ekki að vaða í vatni.  Mjög spennandi að viðra veiðistangirnar og gá hvort allt virkaði, (vonlausar græjur sem við eigum), en færið var vonlaust , allt of mikill gróður í ánni og árbökkunum og mýið  líka (að vakna) að fara með okkur.  En það var prufað, hlökkum bara til að prufa aftur þegar áin verður orðin að alvöru á eftir nokkur ár!!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband