Hinn

Laugardagsmorgnar eru oft letimorgnar ef ekkert er á döfinni hérna hjá okkur.  Svona var það í dag, einn að borða morgunmat,annar í tölvunni og hinn að horfa á sjónvarp þegar ég skellti mér í langa, heita og góða sturtu í morgun.  Þegar ég kom fram aftur var einn á þönum að leita að hinum sem hafði gufað upp úr sófanum og svaraði ekki köllum og fannst hvergi.  Ég slóst í hóp leitarmanna og það var farið út um allt hús og kallað og kíkt undir rúm, sængurbunka, ofaní kistur og inn í skápa og hvaðeina.  Skórnir hans voru horfnir líka sem og flíspeysa svo það var farið út í fjós, hlöðu, bílskúr, Hákot og skemmu og á endanum út í skóg, hrópandi og galandi, vopnuð farsímum.  En hann svaraði ekki og  fannst hvergi, hjólið var á sínum stað og við skildum ekkert í þessu.  Vorum að því komin að fara að hringja í meiri mannskap í leitina þegar gutti lallar inn.  Honum hafði þá  bara dottið í hug að fara í göngutúr til Hodde (mjög svo óvanalegt) og dreif sig af stað án þess að láta neinn vita. Hann veit betur núna eftir að hafa séð ástandið á foreldrum sínum þegar hann birtist aftur.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjukk- það var eins gott að amma var ekki á staðnum, þá hefði hjartabíllinn verið kallaður á staðinn....

Mamma (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ef menn labba til Hodde þá er bara eitt í gangi.. kellingar

Sigurður Elvar Þórólfsson, 29.10.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband