'Aramótakveðja

Frost og funi hér i DK á síðasta degi ársins, kannski það viðri vel á raketturnar í kvöld.  Við verðum uppi í bæ með vinafólki, svo strákarnir eru spenntir yfir því að geta dandalast með félögunum i Tistrup. Það er búið að finna restarnar af rakettum og dóti frá í fyrra, gleraugun og kaupa nýtt krútt.  Svo verður núna farið að gera eftirréttinn sem við eigum að sjá um,,, sleppum létt í ár.

Vonum að allir komist heilir á höldnu inn í nýja árið.  Kærar áramótakveðjur frá okkur á Lundgaard

fjsk.i Yosemite

Myndin er tekin i granítfjöllunum í Yosemite National Park, Kaliforníu, i júlí í ár. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýár og takk fyrir gömlu. Það var  frábært rakettuveður hér og mikið skotið af flugeldum. Allir mjög sáttir og nú er beðið eftir 6. jan til að klára restina af draslinu. Kalkúnninn var fyrir 30 manns og nóg eftir í frystinum af afgöngum. Nú hefst fiskineysla í marga daga og ávextir í eftirrétt......

Mamma (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Dóra

Gleðilegt árið Eyrún mín og takk fyrir árið.. Hittumst hressar á Þorrablóti eins og í fyrra...

Kærleiksknús til þín Dóra Esbjerg

Dóra, 3.1.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband