Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Elding

Við lentum í þrumuveðri um daginn, enn einu sinni .  'I þetta sinn sló niður ansi nálægt, eiginlega fannst manni að eldingunni hefði slegið beint niður í húsið, blár blossinn og skruggan komu á sama tíma og öllu sló út..... og batterísdrifna eggjaúrið fór að hringja!!!   Það var við hliðina á skerminum við tölvuna (af hverju þar gæti einhver spyrt... en það er jú til að geta skipt tölvutímanum jafnt á milli fjölskyldumeðlima!!:-)   Skermurinn er ónýtur, prentarinn  og módemið út í tækjaskáp líka en talvan slapp...skil ekki hvernig þetta hangir saman.  Gamla uppþvottavélin úti í vaskahúsi gaf líka upp öndina sem og 2 hellur í eldavélinni.  Hitt virðist hafa sloppið.   Undarlegt hverng þetta hefur leitt út frá sér, farið í sumt en ekki annað.  Við þykjum hafa sloppið vel .... því húsið er náttúrulega fullt af rafmagnstækjum í sambandi allan sólarhringinn... og hefðu vel getað farið líka.  En við verðum líklega að fara að huga að einhverjum almennilegum eldingavörum, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í tjóni vegna eldinga.


Helgarferð

Vorum í helgarferð með vinafólki um helgina í SeaWest   Það var synt og rennt, spilað badminton, farið í keilu, göngutúr í sandhólunum, spiluð spil, borðað vel osfrv..  Virkilega fín helgi og allir skemmtu sér vel. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband