Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Afmæli

Við vorum í 6 ára afmælisveislu hjá Andreas frænda á sunnudaginn, mikið fjör eins og vera ber. Hann var bara vikugamall þegar við fluttum til Dk  25.ágúst, en sama dag fæddist tíkin Ciki á Fjóni!!  Hún á bara inni afmælisbeinið!  'Otrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst ég vera nýflutt.   Við gleymdum jú afmælunum hér þar sem við eyddum laugardeginum í breytingarnar miklu... tókum upp á því að breyta loksins,,, skiptum á borðstofu og stofu, í svona klukkutíma.. eða þar til  við komumst nefnilega að því að það myndi alls ekki ganga upp eins og við höfðum ímyndað okkur.  Svo við fluttum allt  til baka eða næstum.  Gott að við prufuðum það loksins og höfum nú fengið þessa grillu út úr hausnum... þá er kannski von um að við hengjum eitthvað á veggina innan árs!!   Allavega verður tekið ærlega til því við urðum að tæma alla skápa og skúffur til að geta flutt húsgögnin. Glös og drasl er eins og hráviður út um allt en með harðri hendi sjatnar í þessu smá saman

 


Ágúst

Komin til baka eftir frábært sumarfrí á 'Islandi með glimrandi veðri, glæsilegu brúðkaupi hjá litla bróðir, skemmtilegum heimsóknum  og eftirminnilegum ferðalögum um landið.  

'Eg hef verið of upptekin undanfarið til að blogga... tölvutíminn minn hefur  hreinlega farið í að flandra um netið og lesa annarra manna blogg.  'Otrúlegt hvað maður er forvitin!!  Á þessu bloggflakki hef ég lesið /kíkt á hitt og þetta hjá kunnugum og ókunnugum og hef mikið gaman af.  Það eru lygilega margir skemmtilegir pennar þarna úti, ég hef skemmt mér vel.

Dýralífið í sveitinni heldur áfram eins og vanalega.  Kvígurnar flakka á milli girðinga, en halda sig sem betur fer innan þeirra  á milli flutninga. Tíkin Ciki og kettlingarnir eru afskaplega góðir vinir.  Það er að segja þessir 2 sem eftir eru. 2 dóu jú stutt eftir fæðingu en sá þriðji fór á meðan við vorum í sumarfríi á 'Islandi.  Hundur nágrannans kemur enn oft í heimsókn og skilur eftir sig afurðir undir snúrunum hjá okkur.... maður verður að passa sig hvar maður stígur þegar verið er að hengja út!  'Otrúlegt að hann skuli alltaf velja sér sama stað.  Flugur og kóngulær eru að gera mig vitlausar.  'Eg tók mig til og þreif gluggana um helgina, allan hringinn,,, 18 gluggar á neðri hæðinni, með 2 fögum sem eru opnanlegir og því mjög aðlaðandi sem ´kóngulóabústaðir. ´Það hurfu geysimörg "heimili" og ein kónguló var afar reið, allavega beit hún mig í puttann í því sem ég reif niður heimili hennar og unganna.  Hef aldrei lent í því áður.

Skólinn er byrjaður og strákarnir hæstánægðir að vera byrjaðir  og vera með félögum sína.  Þeir gera heimaverkefnin samviskusamlega... enn sem komið er enda er þetta bara 1.alvöru vikan.  'I gærkvöldi var foreldrafundur vegna væntanlegs skólaferðalags 6.bekkjar (29 stk.) til Bornholm... 5 daga ævintýraferð með stoppi í Tivoli á leiðinni... hverju ætli þau týni á leiðinni?  Þetta verður mjög skemmtilegt ... ef að einstaka foreldri tekst ekki að spilla fyrir .... einn pabbinn varð alveg vitlaus þegar það bar á góma að etv. myndu sumir úr bekknum deila herbergi með öðrum úr bekknum úr sérkennsludeildinni, þeas  8 börn með ýmsar greiningar.  Það þótti ´honum alveg ómögulegt...  kannski verða hinir heppnir og hann haldi syni sínum heima í mótmælaskini .-)  Það má alltaf vona.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband