Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ferðalangur

Ferðalangurinn kom heill heim, dauðþreyttur og lúinn með svartar túss-strípur í hárinu.  Hvað á maður annað að gera í langri lestarferð?? 

johann mm007 Nýlentur á hlaðinu eftir ferðalagið.

Hann er búin að njóta þess að fá að sofa út í 2 daga, en svo er skólafótbolti ( í fyrsta skipti )á morgun. 1100 krakkar úr skólunum á svæðinu mæta í Tistrup til að spila fótbolta í rigningu frá 8-14 á morgun, ætti að vera fjör, hvernig sem litið er á það.  Bræðurnir eru ekkert uppveðraðir yfir þessu móti, enda ekki mikið fyrir fótboltann!  Vona bara að það rigni ekki mjög mikið.

 

 


Kisumóðir

Ciki hefur mikið að gera í mömmustússinu, er með 2 kettlinga á spena og virðist gefa vel!!!  Það er allavega greinilegt að það er eitthvað í spenunum, þeir drekka á fullu.   Kettlingarnir hanga á henni eða í kringum hana allan daginn og hún leyfir þeim það.  Hin kattamóðirin virðist una þessum skiptum þrælvel og fylgist með úr fjarlægð, dauðfegin að losna við að gefa. Veit þó ekki hvort þetta sé nokkuð gott/hollt fyrir fullorðnar tíkur (6 ára)  sem aldrei hafa fengið hvolpa.  Eru einhverjir hundafræðingar hér??  Hvað eru kettlingar lengi á spena vanalega...??  Verð víst að fara að kynna mér þetta.

Jói verður heldur betur þreyttur þegar ég sæki hann kl.14.00 á morgun á lestarstöðina... langt ferðalag heim frá Bornholm en þau verða rekin á fætur kl. 4 í nótt til að leggja í hann!!  Ekki öfunda ég kennarana!   Stefán er farin að sakna bróðurs síns þrátt fyrir viðburðaríka helgi hjá honum sjálfum. Hann gisti hjá vini á laugardaginn (á meðan við vorum í veislu) og Oliver og hann voru einir hér heima mest allan sunnudaginn. Við fullorðna fólkið og Benjamin vorum að klára að tæma og þrífa hús tengdamömmu heitinnar, en það var afhent nýjum eigendum í dag.  Það er skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að koma þangað aftur.

  


Tryllitæki og fl.

 

hundogkat07046Jæja þá er búið að endurnýja sláttuvélina. Undratæki  (með "bioklip"= enginn rakstur á eftir)sem slær "blettinn" á klukkutíma!!  Það er að sögn Ole sem  er búin að renna yfir svæðið einu sinni síðan tækið var keypt. Það væri nú frábært ef það er rétt því hingað til hefur slátturinn verið 4ra tíma dæmi.   Gamli skrjóðurinn er alveg að gefast upp en verður notaður í það grófa.  Strákarnir fengu að prufa í dag,,, kannski maður geti tælt þá í sláttinn með sér núna??

Það er allavega spennandi núna.  Tækjastjórinn á þessari mynd er að fara í skólaferðalag í fyrramáli. 5 dagar á Bornholm, með viðkomu í Köben og Tívolí.  Allir eru spenntir, ekki síst mamman þar sem þetta er fyrsta ferð hans að heiman í þetta marga daga!!  Það er búið að pakka og gera klárt, en það er líklega óþarfi. Ef ég þekki þessa gaura rétt koma þeir í sömu fötum tilbaka á þriðjudaginn!

 hundogkat07003

Hundur og kettir una sér vel eins og sjá má.  'Eg hef ekki hugmynd um hvort kettlingarnir eða "kattunglingarnir" fái eitthvað út úr þessu nema útrás fyrir sogþörfina. Ciki virðist líka þetta vel og fær í staðinn að sleikja þá í tætlur, svo þeir eru svotil alltaf hálfblautir!

hundogkat07006


Nærbuxur

Þá erum við komin í táningatískuna.... lét plata mig til að kaupa tískuNÆRBUXUR á elsta soninn í dag. Ætlaði aldrei að kaupa svona  en...  hann bað svo fallega... nefni ekki hvað pakki með 2 kostuðu Blush Hann er  að verða 12 og aðeins farin að þreifa fyrir sér í tískumálum, aðallega með hárið (lubbann)  hingað til en nýleg hefur hann fengið áhuga á að prufa peysur sem margir "töffarar" í skólanum eru í.  Þó er ekki búið að kaupa neina af þessum (rándýru) peysum enn þar sem hann fílar þær svo ekkert þegar í mátunarklefann er komið.  Svo hann fékk nærbuxur í staðinn!!

 


Bruni

Vaknaði í morgun kl.6 við undarleg "skothljóð" að utan og hugsaði með mér að nágranninn hefði heldur betur boðið mörgum á veiðar í skóginum... þetta hljómaði eins og heill her. En svo vaknaði ég betur og Ole líka og hann rauk á fætur því hann var viss um að eitthvað væri að brenna!!  Við hlupum út en það var enginn eldur í okkar byggingum... við runnum á hlóðið og sáum okkur til hryllings að það var að brenna hjá nágrönnunum  hér fyrir vestan.  'Utihúsin stóðu í ljósum loga.  Við rukum til og Ole fór af stað á meðan´að ég hringdi í neyðarlínuna til öryggis. Svo dreif ég mig líka af stað með hnút í maganum... aldrei að vita hvernig aðkoman yrði.  En sem betur fer kom ekkert fyrir nágrannana eða skepnurnar.      Það var óhuggulegt að horfa upp á eldsvoðan og vita að maður gæti í raun ekkert gert... nema að verja íbúðarhúsið kannski og bjarga verðmætum   ´Það mátti litlu muna að eldurinn hefði borist í íbúðarhúsið sem er 300 ára gamalt hús með stráþaki.  Slökkviliðið sagði að ef þeir hefðu komið 15 mín seinna en þeir gerðu hefði húsið orðið eldinum að bráð.   'Ohuggulegt til þess að hugsa.....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband