Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ugla

Við erum glöð að geta sagt frá því að það virðist hafa tekist að laða uglu hingað til okkar.  Allavega sáum við hana greinilega í gærkvöldi... ef Ole hefði ekki verið snöggur að beygja sig held ég bara að hreinlega að hún hefði flogið á hann.  Glætan,,, það leit bara þannig út þaðan sem ég var.  Flott ljósbrún uglan kom fljúgandi út úr gamla hænsnahúsinu með nokkrar svölur gargandi og flúgandi á eftir sér.  Hún hafði greinilega verið boðflenna hjá svölunum sem fluttu jú inn fyrst.  Uglan ætti að vera í þar til gerðum uglu-hreiðurkassa sem hengdur var upp fyrir 2árum. Kassinn er það hátt uppi að ekki er hægt að komast að honum til að rannsaka ástandið, en við vonum að það sé uglan sem hafi fundið sér samastað þarna en ekki starrar!!

 


Um daginn..

..keyrðum við framhjá gamla hjólaverkstæðinu sem var ísbúð skamma stund í fyrra. Stefán tók eftir að það var búið að taka niður stóra ísinn af gaflinum og setja annað skilti upp við dyrnar, sem og að það var heldur betur búið að snurfusa í kringum húsið. "Erotic club" les hann á skiltinu, út frá því fór hann að spekúlera hvað það gæti verið og eftir nokkra hugsun komst hann að því að það gæti verið eitthvað í sambandi við gler... jú íssalinn í fyrra seldi líka glervörur, kerti ofl. í bland við ísinn.  Ef þetta væri nú bara glerverkstæði eða eitthvað þannig, en því miður er þarna huguð kona að setja á fót svingerklúbb.... í gamla hjólaverkstæðinu og gamla kaupfélagnu!!  Fólkinu í sveitinni er nú ekki um sel, en þetta verður vonandi jafnstutt viðskiptaævintýri og ísbúðin var í fyrrasumar.   

Erum búin að fá marga góða gesti á einni viku. Jófríður, Davíð og Hulda komu við eina kvöldstund í síðustu viku og síðan komu Jón Gunnar, Rannveig, Hrafn, Halla og Ari um helgina.  Takk fyrir komuna!! Alltaf gaman að fá gesti.  Þetta lítur út fyrir að verða gott "gestaár" þar sem margir eru búnir að boða komu sína í sumar og haust.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband