Chicago er æði!!

Fjölskyldan er nú í fríi og það er æði hérna í Chicago. Erum fram að þessu búin að fara í sund, upp í bæði Sears Tower og Hancok Building, laumast inn í og skoða fleiri frægar byggingar, fara á söfn og sjá risaeðlur eða leifar af þeimSmile sædýrasafn og sjá m.a.höfrungasýningu og  latan "komododragon", borða á elsta veitingastað borgarinnar, gista í miðborginni og rölta út í bókabúð kl. 10 á kvöldin, heimsækja gamla skólann, fara í dýragarð og þegar þetta er skrifað eru drengirnir ásamt Ole á NASCAR kappakstri í hellirigningu hér sunnan við borgina. 'Eg fór sjálf í að versla fyrir grillið á morgun... spennandi...

Chicago 583


Ugla sat á kvisti...

(eða í kassa)... átti börn og missti,,,, 6 ungar fæddir , 5 lifðu af og voru merktir í kvöld!!  "Slörugle" á dönsku en ekki kirkjuugla eins og vonast var eftir en ugla var það!!  Það komu sérfræðingar í heimsókn í kvöld og merktu fjölskylduna.  Við fengum að prufa að halda á ungunum sem voru af mismunandi stærð.  Uglan verpir einu eggi á 2ja daga fresti svo ungarnir eru ekki jafn gamlir.

 gardur og ugla040

Hér er verið að ná í ungana úr uglukassanum sem var settur upp haustið 2006, þetta eru fyrstu íbúarnir!!

gardur og ugla051

 

 

 

Emilía og Aníta fá að halda á 2 ungum

 

 

 gardur og ugla062

 Jóhann með unga

 gardur og ugla065

 

 

         

 

Stefán með unga og eldri bræður/systur í baksýn


Ugla

Við erum glöð að geta sagt frá því að það virðist hafa tekist að laða uglu hingað til okkar.  Allavega sáum við hana greinilega í gærkvöldi... ef Ole hefði ekki verið snöggur að beygja sig held ég bara að hreinlega að hún hefði flogið á hann.  Glætan,,, það leit bara þannig út þaðan sem ég var.  Flott ljósbrún uglan kom fljúgandi út úr gamla hænsnahúsinu með nokkrar svölur gargandi og flúgandi á eftir sér.  Hún hafði greinilega verið boðflenna hjá svölunum sem fluttu jú inn fyrst.  Uglan ætti að vera í þar til gerðum uglu-hreiðurkassa sem hengdur var upp fyrir 2árum. Kassinn er það hátt uppi að ekki er hægt að komast að honum til að rannsaka ástandið, en við vonum að það sé uglan sem hafi fundið sér samastað þarna en ekki starrar!!

 


Um daginn..

..keyrðum við framhjá gamla hjólaverkstæðinu sem var ísbúð skamma stund í fyrra. Stefán tók eftir að það var búið að taka niður stóra ísinn af gaflinum og setja annað skilti upp við dyrnar, sem og að það var heldur betur búið að snurfusa í kringum húsið. "Erotic club" les hann á skiltinu, út frá því fór hann að spekúlera hvað það gæti verið og eftir nokkra hugsun komst hann að því að það gæti verið eitthvað í sambandi við gler... jú íssalinn í fyrra seldi líka glervörur, kerti ofl. í bland við ísinn.  Ef þetta væri nú bara glerverkstæði eða eitthvað þannig, en því miður er þarna huguð kona að setja á fót svingerklúbb.... í gamla hjólaverkstæðinu og gamla kaupfélagnu!!  Fólkinu í sveitinni er nú ekki um sel, en þetta verður vonandi jafnstutt viðskiptaævintýri og ísbúðin var í fyrrasumar.   

Erum búin að fá marga góða gesti á einni viku. Jófríður, Davíð og Hulda komu við eina kvöldstund í síðustu viku og síðan komu Jón Gunnar, Rannveig, Hrafn, Halla og Ari um helgina.  Takk fyrir komuna!! Alltaf gaman að fá gesti.  Þetta lítur út fyrir að verða gott "gestaár" þar sem margir eru búnir að boða komu sína í sumar og haust.


Maí

Mikið að gera á stóru heimili og engin tími til að blogga. Prógrammið undanfarið hefur gengið út á að njóta góða veðursins og vera sem mest úti!!  Enda er garðurinn bara í þokkalegu standi eftir alla útiveruna.  Það er búið að slá oft, slást við fíflana, reita arfa og gróðursetja. Það hefur varla komið dropi úr lofti allan maí mánuð.  Bara að það haldist nú þurrt líka í dag þar sem við erum að fara í brúðkaup í okkar fínasta pússi.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hauskúpumálið

Mikið rétt, löggan var þarna vegna hauskúpumálsins mikla sem upp kom í gær.  Heil síða í dagblaðinu var undirlögð eins og sést hér . Varla þó að um mikin glæp sé að ræða,,, liggur eiginlega ljóst fyrir að gamall líffræðikennari sem bjó þarna árum saman hafi sankað ýmsu svona að sér.  Hitti mann í dag sem hafði oft komið þarna og séð alls kyns beinadót úti í verkstæði fyrir mörgum árum... svo hasarinn er búin að þessu leyti, nema að blessað blaðið geti gert sér meiri mat úr þessu.

 


Löggan

Margt gerist í sveitinni.  Á leið í  og úr viðtali/vitnisburð í skólanum í gærkvöldi, tókum við eftir að lögreglunni sem hafði komið sér fyrir við eitt hús í Hodde....   ætli þeir hafi verið að sinna útkalli vegna  þessarar fréttar.??   Lögreglan er sjaldséð á þessum slóðum svo þetta var eftirtektarvert!  

 


Gaurar

Það var víst vitleysa að halda að kettirnir myndu láta Ciki í friði eftir páskafríið,  þeir  eru að reyna að sjúga hana til  en það kemur víst ekkert ... enn sem komið er.  'Otrúlegir þessir gaurar. 

 ----var þetta betra bróðir sæll?


Síðast í mars

Það fer hver að verða síðastur í að uppfæra síðuna sína í marsmánuði.  Ferðin tilbaka úr páskafríinu gekk vel, án seinkanna.  Vorum Leifsstöð í rúma klukkustund og það var alveg nóg... ekki þó að ég mæli með rúmum 10 tímum á Kastrup á leið til 'Islands eins og við upplifðum á 10 ára afmælisdegi Stefáns.  Ferlegt alveg... "slagsmál" um þægileg sæti, slæmt upplýsingaflæði,  stressaður afmælisdrengur sem að ég held nær sér aldrei eftir þetta.  Verðum heldur betur að bæta úr þessu þegar hann verður tvítugur!!   Mæli ekki með því að panta flugfar á afmælisdegi.

Allt í allt frábært páskafrí á 'Islandi, fjölskyldan þyngdist um nokkur kíló eftir að hafa farið í veislu eftir veislu og þrátt fyrir að hafa verið dugleg í sundferðum!!.  Það er búið að kaupa batterí í þrekhjólið og lóðin eru loksins fundin líka. 

Það verður farið í skógarhögg í fyrramálið.  Mannskapur mætir kl. 9 og verður farið í að taka til í skóginum,   brenni að launum.  Við erum ekki einu sinni með ofn en með fleiri hektara af viði!!   ´Mikil þrif í kringum svona brenniofna sem eru nú ansi huggulegir líka!! Kannski ég fái mér einn þegar ég fer virkilega að sjá illa!!

Ciki var ánægð á hundahótelinu, svo við erum búin að bóka pláss fyrir sumarfríið líka.  Það virðist vera að hún hafi misst mjólkina á þessum 10 dögum svo kattaunglingarnir eru ekki hangandi við dyrnar lengur..... hún hefur víst misst aðdráttaraflið að sinni!  Kettirnir höfðu það fínt , en virðast voða ánægðir með að við séum komin aftur heim.


Vetrarsport

Verarsportið er allt að klárast núna ..  Vorum að koma af síðasta lhandboltaeik Stefáns, alla leið frá Toftlund sem er rúmlega klst. keyrsla héðan, rétt hjá landamærunum.  Stefán kláraði með glans, skoraði 2 mörk og spilaði 2 stórgóða leiki. Jóhann á 1 leik eftir, en allur skarinn fer á alvöru handboltaleik í Skjern á miðvikudaginn .  'I kvöld er fimleikasýningin þar sem allir flokkar frá smábörnum upp í öldunga sýna "listir" sínar í rúmlega 3 tíma. Diskótek og kaffi á eftir.  Jóhann og ég tökum þar þátt .. í sýngunni þar að segja, fáum okkur kannski kaffi á eftir. Krossum fingur fyrir að við ruglumst ekki mikið í rútínunum og komum óbrotin heim! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband