19.3.2007 | 20:41
Rok
Við förum rosalega rólega af stað með þessi skrif. Er svo feimin, eða andlaus!! Mér finnst mjög gaman að vafra um önnur blogg en það stendur eitthvað í mér að skrifa sjálf. En nú er bara að láta vaða, það er hvor sem er enginn að lesa þetta og ég get æft mig í friði.
Helgin fór í að halda upp á 9 afmælið hans Stefáns, sem bauð öllum strákunum í árganginum, alls 17 stk. Hressir kátir svangir gaurar sem átu okkur út úr húsi eða þannig. Þeir hafa heldur betur fengið matarlyst síðan í fyrra allavega; þetta innbyrtu þeir á mettíma - 3 kg. af gulrótum, 5 gúrkur, 6 falda uppskrift af pylshornum, 2 kg. af frönskum, 2 rjómatertur, 1 skúffuköku að ótöldum drykkjarvörum og gúmmelaði. Það var gaman að hafa svona fullt hús af strákum, þeir skemmtu sér vel greinilega, sumir inni aðrir úti eða uppi á heylofti sem vekur alltaf lukku. Það var hörkurok og rigning á köflum en það aftraði þeim ekki frá að fara út og hoppa á trampólíninu.... sem við fundum á hvolfi í morgun eftir rokið í gær/nótt.
Athugasemdir
Víst er einhver að skoða þetta - fín æfing.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.3.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.