Tryllitæki og fl.

 

hundogkat07046Jæja þá er búið að endurnýja sláttuvélina. Undratæki  (með "bioklip"= enginn rakstur á eftir)sem slær "blettinn" á klukkutíma!!  Það er að sögn Ole sem  er búin að renna yfir svæðið einu sinni síðan tækið var keypt. Það væri nú frábært ef það er rétt því hingað til hefur slátturinn verið 4ra tíma dæmi.   Gamli skrjóðurinn er alveg að gefast upp en verður notaður í það grófa.  Strákarnir fengu að prufa í dag,,, kannski maður geti tælt þá í sláttinn með sér núna??

Það er allavega spennandi núna.  Tækjastjórinn á þessari mynd er að fara í skólaferðalag í fyrramáli. 5 dagar á Bornholm, með viðkomu í Köben og Tívolí.  Allir eru spenntir, ekki síst mamman þar sem þetta er fyrsta ferð hans að heiman í þetta marga daga!!  Það er búið að pakka og gera klárt, en það er líklega óþarfi. Ef ég þekki þessa gaura rétt koma þeir í sömu fötum tilbaka á þriðjudaginn!

 hundogkat07003

Hundur og kettir una sér vel eins og sjá má.  'Eg hef ekki hugmynd um hvort kettlingarnir eða "kattunglingarnir" fái eitthvað út úr þessu nema útrás fyrir sogþörfina. Ciki virðist líka þetta vel og fær í staðinn að sleikja þá í tætlur, svo þeir eru svotil alltaf hálfblautir!

hundogkat07006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir hehe ´það er um að gera að þreyfa fyrir sér .....

Til hamingju með tryllitækið, hlakka til að heyra um þetta stóra ferðalag hjá Tískulöggunni hér í Hodde þegar hann kemur til baka.

Hilsen hinu megin frá

Ásta Laufey (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband