Garður

Veðrið síðustu 2 vikur er búið að vera frábært (fyrir utan næturfrost),sól og ca.10stig á daginn þannig að maður vill helst bara vera úti.  Enda eru næg verkefnin. Ég hef skellt mér út í garð eftir vinnu, í arfann og fíflana og núna er ég í matjurtagarðinum. Innan um risavaxið skrautgras berjast gulrætur,laukar og kryddjurtir við að vaxa. Ég er í því að taka skrautgrasið upp eins varlega og ég get svo ég dreifi ekki of mörgum fræjum... Við óafvitandi dreifðum þessu skrautgrasi (eins og ég kalla það, hef ekki hugmynd um hvað það heitir annars) um allan garðinn eftir að við um árið fundum þessa líka fínu mold neðst í safnhaugnum hér fyrir utan... og skelltum henni náttúrulega í matjurtagarðinnn svona til að bæta jarðveginn.-)   Tengdó heitin var alveg hissa þegar þessi "arfi" sem hún hafði til að byrja með plantað í skrautgarðinn og síðan barist við að losa sig við í mörg ár var allt í einu komið út um allt aftur í öllu sínu veldi.   Þá vitum við það, verðum að starta okkar eigin safnhaug og passa hvað maður setur í hann!!

Stefán er byrjaður að taka strætó heim á leið öðru hverju og gengur það ágætlega.  Hann var feiminn við að byrja svo í 1.ferðinni fylgdi ég honum út í strætó og sagði bílstjóranum hvar hann ætti að fara út osfrv.  'Eg fór svo á bílnum og beið við stoppistöðina til að taka á móti honum.  Eftir nokkra stund kom strætó brunandi framhjá..... og stoppaði ekki fyrr en ég hafði brunað á eftir honum  hálfa leið til Ansager með blikkandi ljós (eða þannig).  Stefán hafði alveg gleymt sér í strætó og mundi ekkert hvar hann átti að fara út og bílstjórinn var glænýr og hafði ekki hugmynd um þennan stoppistað.. þótt hann hefði jánkað öllu sem ég sagði þegar ég setti Stefán í vagninn!!  En svona er það, Stefán gleymir þessu ekki í bráð og er vakandi fyrir því hver er að keyra og hvar hann á að fara úr!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband