25.11.2007 | 23:15
Elding
Við lentum í þrumuveðri um daginn, enn einu sinni . 'I þetta sinn sló niður ansi nálægt, eiginlega fannst manni að eldingunni hefði slegið beint niður í húsið, blár blossinn og skruggan komu á sama tíma og öllu sló út..... og batterísdrifna eggjaúrið fór að hringja!!! Það var við hliðina á skerminum við tölvuna (af hverju þar gæti einhver spyrt... en það er jú til að geta skipt tölvutímanum jafnt á milli fjölskyldumeðlima!!:-) Skermurinn er ónýtur, prentarinn og módemið út í tækjaskáp líka en talvan slapp...skil ekki hvernig þetta hangir saman. Gamla uppþvottavélin úti í vaskahúsi gaf líka upp öndina sem og 2 hellur í eldavélinni. Hitt virðist hafa sloppið. Undarlegt hverng þetta hefur leitt út frá sér, farið í sumt en ekki annað. Við þykjum hafa sloppið vel .... því húsið er náttúrulega fullt af rafmagnstækjum í sambandi allan sólarhringinn... og hefðu vel getað farið líka. En við verðum líklega að fara að huga að einhverjum almennilegum eldingavörum, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem við lendum í tjóni vegna eldinga.
Athugasemdir
púff! já í Guðsænum komið ykkur upp eldingavara áður en þið fuðrið upp !
Kveðja af Skaganum
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 00:37
Þar skall hurð nærri hælum systa.. Við á Skaganum erum með eitt stykki reykháf sem er 70 metrar á hæð sem tekur við eldingunum hjá okkur.. er ekki nóg pláss þarna austan meginn við húsið ykkar fyrir eitt slíkt stykki.. svo er pabbi hættur að kenna (ekki hættur að vinna) og hann myndi eflaust standa úti með 1-járnið í hönd í slíkum veðrum fyrir lítinn pening og allt svart... adios
Sigurður Elvar Þórólfsson, 29.11.2007 kl. 17:03
hann er við NEFIÐ á mér þessi ágæti skorsteinn hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 01:06
æi meina auðvitað REYKHÁFUR
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.