Vetrarfrí

Það er komið vetrarfrí í skólunum eins og venjulega í viku 7 á hverju ári.  Við höfum ekki verið að fara í ferðalög á þessum tíma en höfum alltaf nóg að gera.  Undanfarin ár hefur húsið hér fyllst af börnum sem hafa þurft pössun þessa vikuna en svona er það  ekki í ár til tilbreytingar .  Strákarnir skráðu sig nefnilega í handboltaskóla (mánudag-fimmtudag)og eru síðan boðnir í heimsókn til frændfólks frá fimmtudagskvöldi til laugardags!!  Þeir fóru galvaskir af stað í morgun, byrjuðu kl. 9 og ég náði í þá kl.15.00.  Þeir voru alsælir með daginn, enda ætti að vera fjör:  80 krakkar 8-14ára með fullt af þjálfurum í 2 íþróttasölum og einni sundlaug.  Þeir komu dauðþreyttir en ánægðir heim.    'Eg hellti mér í  það spennandi verkefni "skápatiltekt" í þvottahúsinu.  Ýmislegt kom í leitirnar, t.d. regnbuxur sem búið er að vera að leyta að síðan í haust,  2 freyðivínsflöskur, 2  heilar koníaksflöskur, enn í kössunum, "afgangar" úr stóru afmælisveislunni.  Þeir sem til þekkja vita þá hve langt er síðan tekið var til í þessum skápum síðast!!! Er ekkert að útlista það meir. En það er sem sagt til eitthvað með kaffinu skylduð þið vera á leiðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég á bara inni kaffið...seinna...hver veit.

Fer reglulega í sakna-Danmerkur-gírinn...það eru víst aðallega ég og drengirnir sem erum í því...Einar langar ekkert út og Ólöf Ósk er sátt og sæl hérna á Skaganum.  Ekki svo að skilja að við séum það ekki líka, en við söknum vinanna svo mikið... :( En svona er lífið.

Eigiði yndislega vetrarfrísviku. Við fórum einu sinni í frí í vetrarfríinu, fórum þá í sumarhús rétt utan við Esbjerg...kannski rétt hjá ykkur ;) Ólöfu Ósk þótti svo glatað að við færum ALDREI en ALLIR aðrir færu ALLTAF!! 

Knús...  

SigrúnSveitó, 12.2.2008 kl. 08:59

2 identicon

Sé að það hefur veirð nó að gera hjá þér Eyrún mín í vetrafríinu.

Bara að kvitta fyrir komuna... knús úr kaupstaðnum Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband