3.3.2008 | 20:14
Slydda
Sumir skrifa oft og mikið, aðrir sjaldnar og minna, enn aðrir aldrei.. er nú með þessari færslu búin að taka framúr nokkrum vinum sem hafa ekki skrifað stakt orð síðan í janúar. Er nokkuð góð með mig núna, þar sem ég er latur bloggari.
Vetrarfríið hefði átt að vera núna, því það er ískalt og það var tilrauna-snjókoma í morgun. Snjó/slydduflygsur í lófastærð hlussuðust niður í 2 x 10 mínútur og bráðnuðu um leið. Var því miður ekki með myndavél tiltæka þegar krakkarnir þustu út í slydduna í frímínútunum, alsæl á stuttermabolum í úrkomunni. Það kom þá til tals að það hefur verið svo lítill snjór hér í mörg ár að mörg barnanna hafa ekki upplifað snjókomu hvað þá að hafa prufað að gera snjóbolta, renna sér á snjóþotu eða leikið sér í snjó... nema að fjölskyldan fari í skíðaferðir í útlöndum. Ætli þetta sé ekki síðasta snjótilraun vetrarins, vorblómin eru mörg komin upp og blómstra.
Athugasemdir
var einmitt að spjalla við dóttir mína sem býr á Djurs og það vað alhvít jörð hjá henni, en það er svo stutt síðan hennar 11 ára gutti var í snjónum á Íslandi að hann kippti sér ekkert upp við þetta, en hún sendi inn myndir
Hér er rigning og rok
kveðja
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.3.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.