Síðast í mars

Það fer hver að verða síðastur í að uppfæra síðuna sína í marsmánuði.  Ferðin tilbaka úr páskafríinu gekk vel, án seinkanna.  Vorum Leifsstöð í rúma klukkustund og það var alveg nóg... ekki þó að ég mæli með rúmum 10 tímum á Kastrup á leið til 'Islands eins og við upplifðum á 10 ára afmælisdegi Stefáns.  Ferlegt alveg... "slagsmál" um þægileg sæti, slæmt upplýsingaflæði,  stressaður afmælisdrengur sem að ég held nær sér aldrei eftir þetta.  Verðum heldur betur að bæta úr þessu þegar hann verður tvítugur!!   Mæli ekki með því að panta flugfar á afmælisdegi.

Allt í allt frábært páskafrí á 'Islandi, fjölskyldan þyngdist um nokkur kíló eftir að hafa farið í veislu eftir veislu og þrátt fyrir að hafa verið dugleg í sundferðum!!.  Það er búið að kaupa batterí í þrekhjólið og lóðin eru loksins fundin líka. 

Það verður farið í skógarhögg í fyrramálið.  Mannskapur mætir kl. 9 og verður farið í að taka til í skóginum,   brenni að launum.  Við erum ekki einu sinni með ofn en með fleiri hektara af viði!!   ´Mikil þrif í kringum svona brenniofna sem eru nú ansi huggulegir líka!! Kannski ég fái mér einn þegar ég fer virkilega að sjá illa!!

Ciki var ánægð á hundahótelinu, svo við erum búin að bóka pláss fyrir sumarfríið líka.  Það virðist vera að hún hafi misst mjólkina á þessum 10 dögum svo kattaunglingarnir eru ekki hangandi við dyrnar lengur..... hún hefur víst misst aðdráttaraflið að sinni!  Kettirnir höfðu það fínt , en virðast voða ánægðir með að við séum komin aftur heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð  alltaf gaman að koma hér við á bloggrúnti.

Aumingja Stefán að lenda í þessu.

knús úr kaupstaðnum Dóra

Halldóra Esbjerg DK (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband