Um daginn..

..keyrðum við framhjá gamla hjólaverkstæðinu sem var ísbúð skamma stund í fyrra. Stefán tók eftir að það var búið að taka niður stóra ísinn af gaflinum og setja annað skilti upp við dyrnar, sem og að það var heldur betur búið að snurfusa í kringum húsið. "Erotic club" les hann á skiltinu, út frá því fór hann að spekúlera hvað það gæti verið og eftir nokkra hugsun komst hann að því að það gæti verið eitthvað í sambandi við gler... jú íssalinn í fyrra seldi líka glervörur, kerti ofl. í bland við ísinn.  Ef þetta væri nú bara glerverkstæði eða eitthvað þannig, en því miður er þarna huguð kona að setja á fót svingerklúbb.... í gamla hjólaverkstæðinu og gamla kaupfélagnu!!  Fólkinu í sveitinni er nú ekki um sel, en þetta verður vonandi jafnstutt viðskiptaævintýri og ísbúðin var í fyrrasumar.   

Erum búin að fá marga góða gesti á einni viku. Jófríður, Davíð og Hulda komu við eina kvöldstund í síðustu viku og síðan komu Jón Gunnar, Rannveig, Hrafn, Halla og Ari um helgina.  Takk fyrir komuna!! Alltaf gaman að fá gesti.  Þetta lítur út fyrir að verða gott "gestaár" þar sem margir eru búnir að boða komu sína í sumar og haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður, Stefán minn. Ég vildi að það væri bara verið að selja glervöru og vonandi verður þessi búð farin þegar ég birtist. Vonandi verður góða veðrið ekki farið þegar ég birtist

Mamma (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 16:09

2 identicon

Það er gaman hvað margir gestir koma við og þeim á eftir að fjölga á næstunni. Lungaard er staðurinn í ár og á næstu árum

Mamma (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband