16.6.2008 | 21:31
Ugla
Við erum glöð að geta sagt frá því að það virðist hafa tekist að laða uglu hingað til okkar. Allavega sáum við hana greinilega í gærkvöldi... ef Ole hefði ekki verið snöggur að beygja sig held ég bara að hreinlega að hún hefði flogið á hann. Glætan,,, það leit bara þannig út þaðan sem ég var. Flott ljósbrún uglan kom fljúgandi út úr gamla hænsnahúsinu með nokkrar svölur gargandi og flúgandi á eftir sér. Hún hafði greinilega verið boðflenna hjá svölunum sem fluttu jú inn fyrst. Uglan ætti að vera í þar til gerðum uglu-hreiðurkassa sem hengdur var upp fyrir 2árum. Kassinn er það hátt uppi að ekki er hægt að komast að honum til að rannsaka ástandið, en við vonum að það sé uglan sem hafi fundið sér samastað þarna en ekki starrar!!
Athugasemdir
Það er eflaust gaman að hafa uglu í hænsnakofanum en við erum aftur á móti búin að koma okkur upp starrafjölskyldu. Bóndinn á Bjargi smíðaði lítið tréhús og bauð þeim sem fyrstur yrði heimili í húsinu. Það var Starri Skorrason sem er búinn að koma sér upp fjölskyldu þar og er önnum kafinn að sækja sér og henni mat og það er gaman að fylgjast með þessu og ungdómurinn sér í lagi Ísak er áhugasamur með þetta.
Mamma (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 19:10
vá, það er örugglega skemmtilegt að geta fylgst með uglu
Kveðja
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.