1.7.2008 | 22:28
Ugla sat á kvisti...
(eða í kassa)... átti börn og missti,,,, 6 ungar fæddir , 5 lifðu af og voru merktir í kvöld!! "Slörugle" á dönsku en ekki kirkjuugla eins og vonast var eftir en ugla var það!! Það komu sérfræðingar í heimsókn í kvöld og merktu fjölskylduna. Við fengum að prufa að halda á ungunum sem voru af mismunandi stærð. Uglan verpir einu eggi á 2ja daga fresti svo ungarnir eru ekki jafn gamlir.
Hér er verið að ná í ungana úr uglukassanum sem var settur upp haustið 2006, þetta eru fyrstu íbúarnir!!
Emilía og Aníta fá að halda á 2 ungum
Jóhann með unga
Stefán með unga og eldri bræður/systur í baksýn
Athugasemdir
Til hamingju með uglurnar. Færðu barnabætur með þessu???? Er bjórinn ekki búinn á Jótlandi eftir að lille bro var í heimsókn?
kv. Elvar
Sigurður Elvar Þórólfsson, 7.7.2008 kl. 23:56
Hann fyllti á ádur en hann fór!
Engar barnabætur med uglunum !
Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 12.7.2008 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.