12.7.2008 | 04:08
Chicago er æði!!
Fjölskyldan er nú í fríi og það er æði hérna í Chicago. Erum fram að þessu búin að fara í sund, upp í bæði Sears Tower og Hancok Building, laumast inn í og skoða fleiri frægar byggingar, fara á söfn og sjá risaeðlur eða leifar af þeim sædýrasafn og sjá m.a.höfrungasýningu og latan "komododragon", borða á elsta veitingastað borgarinnar, gista í miðborginni og rölta út í bókabúð kl. 10 á kvöldin, heimsækja gamla skólann, fara í dýragarð og þegar þetta er skrifað eru drengirnir ásamt Ole á NASCAR kappakstri í hellirigningu hér sunnan við borgina. 'Eg fór sjálf í að versla fyrir grillið á morgun... spennandi...
Athugasemdir
Fínt að það gengur vel í gömlu borginni þinni. Við vorum að naga okkur í handabökin fyrir að hafa ekki skellt okkur í heimsókn til ykkar í gamla daga þegar þið bjugguð þarna. En við vorum ekki nógu kjörkuð eða eitthvað.....??? Gaman að frétta af ykkur og haltu áfram að blogga og gangi ykkur vel.
Mamma (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.