Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Blaðasending

Ásta frænka kom í gær með blaðasendingu frá Bjargi, nú get ég heldur betur verið með í slúðrinu.   Hverjir eru með hverjum eða ekki.  Takk mamma.  En ég hef ekki hugmynd um lengur hvaða fólk þetta er , fyrir hvað það er þekkt aða alræmt osfrv.  Merki um að  maður hafi verið lengi í burtu!!!  Hef samt gaman af að blaða í gegnum þessi blöð. 

Kominn sumartími í DK, uppgötvuðum við í morgun er kunningjakona kom við, svo nú eigum við séns á að stilla klukkurnar svo við vöknum á réttum tíma á morgun.  Enginn afsökun. 


Rok

Við förum rosalega rólega af stað með þessi skrif.  Er svo feimin, eða andlaus!!  Mér finnst mjög gaman að vafra um önnur blogg en það stendur eitthvað í mér að skrifa sjálf. En nú er bara að láta vaða, það er hvor sem er enginn að lesa þetta og ég get æft mig í friðiWink.Stefán á afmælisdaginn

Helgin fór í að halda upp á 9 afmælið hans Stefáns, sem bauð öllum strákunum í árganginum, alls 17 stk.  Hressir kátir svangir gaurar sem átu okkur út úr húsi eða þannig. Þeir hafa heldur betur fengið matarlyst síðan í fyrra allavega; þetta innbyrtu þeir á mettíma - 3 kg. af gulrótum, 5 gúrkur, 6 falda uppskrift af pylshornum, 2 kg. af frönskum, 2 rjómatertur, 1 skúffuköku  að ótöldum drykkjarvörum og gúmmelaði.  Það var gaman að hafa svona fullt hús af strákum, þeir skemmtu sér vel greinilega, sumir inni aðrir úti eða uppi á heylofti sem vekur alltaf lukku. Það var hörkurok og rigning á köflum en það aftraði þeim ekki frá að fara út og hoppa á trampólíninu.... sem við fundum á hvolfi í morgun eftir rokið í gær/nótt.


Afmæli

Yngri sonurinn er alsæll með afmælisdaginn til þessa, sæll með gjafirnar, fullt af peningum, Pokemon spil, drekabók og gjafakort á nýtt hjól.  9 ára gamall ótrúlegt en satt.  Hann valdi að fjölskyldan færi í sund og út að borða í Esbjerg á eftir. 

 


Það var þá aldrei..

Það var þá aldrei, komin með blogg eins og "allir". Sjáum hvað kemur út úr því.DSCF6399

prufa

Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband