Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Fíflaslagsmál

Veðrið hefur verið hreint út sagt ótrúlega gott hérna í sveitinni í april.  Klukkan er ca. 21. að kveldi 30.apríl, strákarnir úti að hoppa á trampólíni á nærfötunum, svona rétt fyrir svefninn.  Fíflarnir hafa blómstrað og milljónir af biðukollum eru um það bil að opna sig og bíða eftir smá hreyfingu á loftinu til að komast á næsta stað.  'Eg fór hamförum með sláttuvélarnar í dag til að reyna að hemja útbreiðsluna eitthvað, vorum búin að gera svo fínt í garðinum.  En þetta er vonlaus barátta, fíflarnir eru alls staðar í kringum okkur.  Og eru nú skratti fallegir þrátt fyrir allt.

Andleysið

Andleysið er mikið þessa dagana en þó nóg að gera á öllum vígstöðvum. Það er bara erfitt að skrifa um að tengdamóðir mín dó 5.4. eftir að hafa fengið hjartaáfall þ.31.3. hún lést fyrir aldur fram aðeins 71 árs.  Hún hafði aldrei lent á sjúkrahúsi nema þegar hún braut á sér únliðinn fyrir nokkrum árum.  Dugleg, vinamörg, hjálpsöm og alltaf hress og kát.  Við söknum hennar mikið. Heiðruð sé minning Karenar.Karen maj 2006

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband