Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Vetrarfrí

Það er komið vetrarfrí í skólunum eins og venjulega í viku 7 á hverju ári.  Við höfum ekki verið að fara í ferðalög á þessum tíma en höfum alltaf nóg að gera.  Undanfarin ár hefur húsið hér fyllst af börnum sem hafa þurft pössun þessa vikuna en svona er það  ekki í ár til tilbreytingar .  Strákarnir skráðu sig nefnilega í handboltaskóla (mánudag-fimmtudag)og eru síðan boðnir í heimsókn til frændfólks frá fimmtudagskvöldi til laugardags!!  Þeir fóru galvaskir af stað í morgun, byrjuðu kl. 9 og ég náði í þá kl.15.00.  Þeir voru alsælir með daginn, enda ætti að vera fjör:  80 krakkar 8-14ára með fullt af þjálfurum í 2 íþróttasölum og einni sundlaug.  Þeir komu dauðþreyttir en ánægðir heim.    'Eg hellti mér í  það spennandi verkefni "skápatiltekt" í þvottahúsinu.  Ýmislegt kom í leitirnar, t.d. regnbuxur sem búið er að vera að leyta að síðan í haust,  2 freyðivínsflöskur, 2  heilar koníaksflöskur, enn í kössunum, "afgangar" úr stóru afmælisveislunni.  Þeir sem til þekkja vita þá hve langt er síðan tekið var til í þessum skápum síðast!!! Er ekkert að útlista það meir. En það er sem sagt til eitthvað með kaffinu skylduð þið vera á leiðinni!


Stjørnuspá

fun quiz for myspace profile and blog

Lets101 Quizzes - fun Myspace quiz


Hörkuhelgi

Bekkjarkvöld með 3.A og foreldrum í skólanum, elduðum og borðuðum saman fínan mat. Mjög skemmtilegt kvöld, sem endaði þó illa hjá einu foreldri.... hann var svo almennilegur að skutlast með ruslið yfir í ruslageymsluna þar sem ég beið með lykla til að opna í ausandi rigningunni...  hann kom of hratt fyrir horn í slæmu skyggninu  og negldi niður einum ljósastaur á fína bílnum sínum.  Greyið maðurinn.

Skellti mér svo í íslenska eldhúsklippingu á laugardagsmorgninum í Esbjerg, svona til að vera fín fyrir 1.þorrablótið í Esbjerg um kvöldið.  Það var mjög skemmtileg veisla, góður matur, passlega þorralegur (ekki of mikið súrmatur!!) með heimatilbúnum skemmtiatriðum og góðu fólki.  Við vorum svo vakinn eldsnemma á sunnudeginum þar sem Stefán var komin með bullandi hita og vildi komast heim úr gistingunni, Jóhann fór að spila handbolta kl. 10.00 Ole fór í það, en ég fór í að undirbúa öskuballið/fastelavn í félagsheimilinu.  Þar var mikið fjör frá 14.-16.00,  en þetta er allt of mikið umstang fyrir svona stuttan tíma en krakkarnir  25 sem mættu skemmtu sér vel. Mínir komu sem þeir sjálfir.... nenntu ekki í búninga.   jan-feb056

Hin gerðu þó mikið úr þeim... Ein bekkjarsystir Stefáns mætti sem ísskápur.....með öllu tilheyrandi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband