Fíflaslagsmál

Veðrið hefur verið hreint út sagt ótrúlega gott hérna í sveitinni í april.  Klukkan er ca. 21. að kveldi 30.apríl, strákarnir úti að hoppa á trampólíni á nærfötunum, svona rétt fyrir svefninn.  Fíflarnir hafa blómstrað og milljónir af biðukollum eru um það bil að opna sig og bíða eftir smá hreyfingu á loftinu til að komast á næsta stað.  'Eg fór hamförum með sláttuvélarnar í dag til að reyna að hemja útbreiðsluna eitthvað, vorum búin að gera svo fínt í garðinum.  En þetta er vonlaus barátta, fíflarnir eru alls staðar í kringum okkur.  Og eru nú skratti fallegir þrátt fyrir allt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Sæl verið þið í Danaveldi. Þið eruð með sumar. Við erum bara með rigningu og rok. Bendi á að Aníta Kristín er flink að fela sig... sjá bloggið mitt. bestu kveðjur..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 2.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband