Hörkuhelgi

Bekkjarkvöld með 3.A og foreldrum í skólanum, elduðum og borðuðum saman fínan mat. Mjög skemmtilegt kvöld, sem endaði þó illa hjá einu foreldri.... hann var svo almennilegur að skutlast með ruslið yfir í ruslageymsluna þar sem ég beið með lykla til að opna í ausandi rigningunni...  hann kom of hratt fyrir horn í slæmu skyggninu  og negldi niður einum ljósastaur á fína bílnum sínum.  Greyið maðurinn.

Skellti mér svo í íslenska eldhúsklippingu á laugardagsmorgninum í Esbjerg, svona til að vera fín fyrir 1.þorrablótið í Esbjerg um kvöldið.  Það var mjög skemmtileg veisla, góður matur, passlega þorralegur (ekki of mikið súrmatur!!) með heimatilbúnum skemmtiatriðum og góðu fólki.  Við vorum svo vakinn eldsnemma á sunnudeginum þar sem Stefán var komin með bullandi hita og vildi komast heim úr gistingunni, Jóhann fór að spila handbolta kl. 10.00 Ole fór í það, en ég fór í að undirbúa öskuballið/fastelavn í félagsheimilinu.  Þar var mikið fjör frá 14.-16.00,  en þetta er allt of mikið umstang fyrir svona stuttan tíma en krakkarnir  25 sem mættu skemmtu sér vel. Mínir komu sem þeir sjálfir.... nenntu ekki í búninga.   jan-feb056

Hin gerðu þó mikið úr þeim... Ein bekkjarsystir Stefáns mætti sem ísskápur.....með öllu tilheyrandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

innlitskvitt

flottur búningur! 

Guðrún Jóhannesdóttir, 6.2.2008 kl. 16:03

2 identicon

Takk fyrir síðast þetta var þrusu helgi og virkilega gaman við fengum nú góðan frið á sunnudeginum og gátum því mætt úthvélid í vinnu á mánud. ( það er annað en sumir sem ég þekki sem eru í öllum mögulegum og ómögulegum nefndum og þh. híhí

þessi búiningur er einn sá flottasti sem ég hef séð.  Brilljant.

Ásta Laufey (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband