4.10.2007 | 22:15
Um og ó
Á leiðinni heim af foreldrakvöldi í skólanum í gærkvöldi um kl.hálftíu keyrðum við framhjá lítilli persónu sem gekk meðfram veginum (öfugum meginn) í dökkum fötum og með engin endurskynsmerki . Okkur brá nokkuð þar sem það er mjög dimmt hér í á kvöldin,,, engin götulýsing á sveitavegunum jú. Við snerum við til að athuga þetta nánar, allavega til að benda viðkomandi á að ganga réttum megin svona til öryggis, og einnig til að bjóða far. Þegar við stoppuðum urðum við heldur betur hissa að sjá að þetta var 9-11 ára strákur með stóra skólatösku, aleinn á ferð!! Við spurðum hvert hann væri að fara og hvort við mættum skutla honum.. hann afþakkaði alla hjálp og sneri sér út úr öllum spurningum, hvaðan hann væri að koma og hvert hann væri að fara osfrv. Hann mundi ekki hvað "vinurinn" sem hann hafði verið í heimsókn hét því hann væri nýfluttur, þaraf leiðandi mundi hann ekki heimilsfang sitt en hann vissi alveg hvar það væri. Hann afþakkaði að fá að nota símann því hann mundi heldur ekki símanúmerið og var ekki með gemsa.... strákurinn var þetta líka hraðlyginn, sagðist vera nýbyrjaður í skólanum sem ég vinn í .. sem var ekki satt. Við gátum ekki annað gert en að skilja hann eftir þarna á næturröltinu, fengum hann þó til að ganga réttum meginn á veginum ... því ekki gátum við troðið honum nauðugum í bílinn!! Við hringdum svo í lögregluna og létum vita af honum þarna á röltinu í nóttinni ef hans skyldi nú vera saknað, annað var ekki að gera.
'I dag fréttum við svo að lögreglan hefði hirt hann upp í bæ um klukkan 6.00 í morgun.. ætli hann hafi verið úti í alla nótt?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.