Frí

Nú er komið haustfrí í skólunum, sumarið þar með formlega á endaWink og íþróttatímarnir fara fram inni í húsi fram til páska. Þetta var sumarið sem við "gleymdum" garðhúsgögnunum inni í skúr.  Nenntum hreinlega ekki að drösla þeim fram til að setja á rammskökku litlu stéttina, sólhlífin varð heldur ekki viðruð í ár.  Þetta var líka sumarið þar sem aldrei var farið í sólbað í garðinum eða farið á ströndina, berin hanga enn á runnunum fyrir fuglana þar sem þau voru bragðlaus af sólarleysi, svo ég nennti ekki að tína þau.  Það ringdi hreinlega of mikið.  Þetta var líka sumarið sem við létum Legoland sigla sinn sjó án okkar... höfum annars verið tryggir gestir oft á hverju ári. 

Það ringdi líka svolítið á okkur í Danfoss Universe i gær. Við ákváðum  loksins að skella okkur, því síðasta áætlaða ferð var aldrei farin þarna 6.jan 2006!!   2ja tíma keyrsla þarna suður eftir, en vel þess virði að heimsækja fannst okkur, okkur var allavega fylgt út að hliði við lokun kl.18.00.  Margt skemmtilegt að skoða og fikta í, en engir rússibanar eða hringekjur.  Maður þurfti að hafa fyrir flestum hlutunum sjálfur.   Þar sem við vorum komin svona langt skelltum við okkur í birgðasöfnun í Þýskalandi, svo nú ætti að vera nóg til af flestum drykkjarvörum fram yfir áramót!!  Nema einhverjir mjög þyrstir birtist í óvænta heimsókn. 

Solla og félagar voru að versla í sömu búð, það fór ekki fram hjá neinum sem skildi íslensku, við strákarnir fórum smá hjá okkur yfir látunum í þeim og létum lítið fyrir okkur fara, þar sem þau göluðu sín á milli þvert yfir risastóra búðina.   'Eg veit ekki hvort þau voru nýflutt eða hvað, virtust vera að tapa sér þarna inni ... kannski í sjokki yfir verðinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ, gaman að lesa bloggið þitt/ykkar.  Óskaði eftir að gerast bloggvinur

Ég hugsa alltaf reglulega til þín, enda sé ég myndir af þér næstum hvert skipti sem ég fer í vinnuna.  Gaman að því.  Sjáumst vonandi næst þegar þú/þið verið á Íslandi.

Knús&kærleikur af Skaga... 

SigrúnSveitó, 18.10.2007 kl. 13:04

2 identicon

Merkilegt sumar ...... varð aðeins vör við rigninguna hér en þið urðuð nú ansi fallega brún í Íslandsheimsókninni  ykkar hehe við náðum aldrei neinum lit og verðum því eins og liðin lík fram á næsta sumar.

Ég er ekki alveg að skilja þetta myndatal hjá Sigrúnu á hvaða vinnustað hangir mynd af þér á Skaganum..... nema hún sé að vinna inni á Höfða og komi til ömmu þinnar ???

Mig langar virkilega til að fá svar við þessu .... kveðjur úr næsta húsi

Ásta pásta (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband