Væta

'Eg hef alveg gleymt að blogga.  Ætli það sé veðrið að fara svona með mig??  Ömurleg rigning eignlega alla daga, mikil eða lítil, alltaf rigning enginn snjór, en það kom þó hörkurok með í dag til tilbreytingar. Er þó að skrökva, það stytti upp og sást til sólar seinnipart þriðjudags 22.1.  Svona til að heiðra ömmu Stínu á stórafmælinu.... "þú hefur verið góð stelpa síðasta árið," eins og þeir segja hér í Danmörkinni ef veðrið er gott á afmælisdaginn.  Þetta eru svona síðbúnar opinberar afmæliskveður, erum náttúrulega búin að hringja, senda sms og mail og allt það.Cool

Það  hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Danir eru komnir í úrslit. 

DSCF1054  Síðasta mínútan, allt krossað í bak og fyrir.

Komin  i úrslit  Og þeir unnu!!

Ég horfði á síðustu mínúturnar, var annars  of upptekin í  frumraun minni í pípulögnum!! Fór nefnilega í það stóra verkefni að taka eldhúsið í gegn og það gekk vel framan af degi, þangað til ég fór í  að hreinsa vaskinn og rusla/vaskaskápinn.  Það er löng saga sem ég get eiginlega ekki farið út í að segja, því ég veit eiginlega ekki hvernig í ósköpunum þetta gerðist.... en það endaði á því að ég stóð með VATNSL'ASINN í höndunum og það tók mig heilan undanúrslitaleik að púsla þessu saman aftur. Þreif vatnslásinn náttúrlega líka fyrst ég var komin í þessa stöðu á annað borð Tounge Er að vakta uppþvottavélina í skrifuðum orðum.. ferlegt ef allt færi í sundur!!  Nú eru ílát og handklæði inni í skáp til að taka mesta lekann þar til ég get fengið pípara til að koma.   Verst að það verða svo margir hér á morgun = mikið uppvask... en þá er gott að við erum með 2 vaska og aðra uppþvottavél í þvottahúsinu!   'I framtíðinni verð ég bara að kalla á pípara ef það fer að koma skrítin lykt úr ruslaskápnum,,,, reyni ekki að þrífa neitt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Til hamingju með úrslitin. Ég, Ísak og Axel horfðum á leikinn í dag. Ekki á hverjum degi sem Íslendingar sem tala norsku halda með Dönum.... Koma svo.................................kv. Elvar

Sigurður Elvar Þórólfsson, 26.1.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband