Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 13:18
Árið
'Eg var að koma inn úr garðinum frá því að grafa niður lauka, síðasti séns á því þar sem á pakkanum stendur að þeir eigi að fara í jörðina á tímabilinu sept-desember. Gildir jú í dag líka. Það er glimrandi veður, sól, logn og kalt, það var frost í nótt. Ættu að vera góð skilyrði fyrir flugelda og annað "nýárskrútt" í kvöld. Það er búið að pakka stígvélum, útifötum, öryggisgleraugum oþh. fyrir kvöldið, en við verðum ekki heima, aldrei þessu vant. Bara fínt að vera ekki í matarstandi þetta árið, við eigum bara að sjá um eftirréttinn og kakan er í ofninum.
Vonum að þið komist öll heil inn í nýja árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2007 | 18:32
Meistarar
Strákarnir hafa verið að keppa á bæjar/sveitarfélags-handboltamótum í gær og í dag. Það þýðir eldsnemma á fætur í miðju jólafríi!! Erfitt, enda sváfum við Jóhann yfir okkur í morgum, en náðum þó að vera komin í húsið áður en 1.leikurinn byrjaði. Hans liði gekk þrumuvel, unnu mótið í sínum aldursflokki. Stefáns liði gekk líka vel, þeir fengu brons í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2007 | 22:28
12 ára afmæli
Jóhann varð 12 í dag, ótrúlegt en satt. Við komum honum á óvart og buðum honum og afmælisgestum í go-cart og keilu. Það vakti mikla lukku, svo var farið á Lundgaard að borða, og borða og borða. Rúlluðum síðustu gestunum út kl. 21.00 í kvöld
Hér eru nokkrar myndir frá deginum
5 strákar og ein stelpa á aldrinum 8-12 kepptu
Þessi frænka var óvart klædd í stíl við staðinn!!
Afmælisbarnið
Allir keppendur og aðrir gestir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.12.2007 | 21:59
Jóladagar
Þá eru jóladagarnir búnir, allir sælir og saddir eftir þá. Við vorum ein í rólegheitum heima og höfðum það mjög gott. Við fórum í kirkju, maturinn heppnaðist vel og allir fengu pakka við sitt hæfi. Náðum meira að þessari fínu mynd af jólatrénu í öllu sínu veldi þegar það er nýbúið að kveikja á kertunum. Við (í felum) bakvið.-)
Eyddum jóladeginum svo í algerri leti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 22:14
Frost
Það er að koma jólastemning á Lundgaard. Hörkufrost og hrím á öllu í dag, mjög fallegt það sem maður getur séð fyrir þokunni!! Ég er búin að baka eina tegund og er voða góð með mig, ætla að láta það duga held ég. Það er búið að finna jólaskrautið sem faldi sig úti í fjósi og nokkrir hlutir komnir upp úr kössunum. Jólatrésfóturinn er líka klár, en það á eftir að finna tréð... Ole sér um það. Feðgarnir settu upp risastórt jólatré á hlaðinu í dag og bökuðu smákökur. Duglegir. 'Eg fór í jólaerobikk, 3ja tíma törn á sunnudagsmorgni í miðri jólaönninni. Það var virkilega gaman, við vorum 50 stk.á öllum aldri, 9-70 ára og spreyttum okkur á írskum dönsum, box erobik og rock-n roll dönsum. 'I gær fórum við í jólagjafaleiðangur og keyptum í jólamatinn í leiðinni,,, mikið búið þegar það er gert, bara nokkrar gjafir eftir á listanum!! Á föstudagskvöldið var jólaball í Tistrup, árlegur viðburður sem fyrir strákana gengur út á að hlaupa um og vera með hasar, og fá nammipoka. Þeir nenna sko ekki að dansa í kringum jólatréð. Svo ég fékk Eigil og Tinnu lánuð til að vera lögleg á dansgólfinu. Við foreldrar sitjum annars og´skömmtum peninga, pössum nammipokana,sötrum kaffi og reynum að spjalla yfir hávaðann, sem er erfitt.... og eiginlega bíðum eftir að skemmtuninni ljúki.
Jólakortaframleiðslan er á fullu en vegna tæknilegra örðugleika verða þau á síðasta snúning aftur í ár, vona þó að þó komist í póst allavega fyrir helgina. Svo þið vitið af því þegar ykkur fer að lengja eftir kortinu okkar. 'Eg held bara að við (lesist ég) verðum að byrja á framleiðslunni í september næst, þá er kannski séns að koma þeim út í tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 23:10
kattafæla
Kattabræðurnir 2 eru orðnir ansi aðgangsharðir. Þeir sitja um hundinn, greyið getur sig ekki hreyft nema að þeir fylgi á eftir bíðandi eftir að hún stoppi svo þeir geti fengið sér sopa. Nú er víst komið nóg af þessu skrítna sambandi sem við héldum að gengi yfir af sjálfu sér. En ó nei, það eru liðnar margar vikur og bræðurnir eru orðnir ansi pattaralegir og grófir. Tíkin er of góð í sér til að ýta þeim frá sér, finnst þeir hinn ágætasti félagsskapur en er greinilega orðin pínu pirruð á þessu sífellda totti. Svo það var keypt "hjortetaksolie" og hún sett á hundinn í gær.... lyktin er hreint út sagt ógeðsleg og fælir alla í burtu, kettirnir reyna að komast á spena en verða að gefast upp vegna lyktarinnar. Ætli tíkinni sé ekki flökurt líka?? Þvílík stækja, frábært, eða þannig.... ekki kannski akkúrat jólailmurinn sem maður sækist eftir innanhúss á þessum tíma árs. En vonandi virkar þetta áfram þangað til þeir gefast alveg upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2007 | 23:01
Jólahasar
Jólahasarinn hér í DK er komin á fullt, enda komin desember. Mér finnst erfitt að komast í jólaham því það er svo hlýtt og mikil rigning. Væri alveg til í ærlega snjókomu og jafnvel smá skafrenning svo vegurinn teppist um tíma, svona 1-2 daga í miðri næstu viku. Við erum nefnilega í óvanalega góðum málum varðandi jólagjafakaupin og erum þá vonandi búin að versla og senda allt sem á að fara frá okkur (ef fer sem horfir). Þá gætum við haft það huggulegt... með fulla stauka af kökum og konfekti sem á að fara í að framleiða um helgina. Það væri ekki amalegt. En það eru nú litlar líkur á því, það má alltaf láta sig dreyma.
'Eg og strákarnir fórum á stórskemmtilegt jólaball í Esbjerg 1.des. Það voru víst um 60 manns sem allir tóku með sér kræsingar á borðið, rjómatertur, lummur, kleinur, skúffukökur og bakarísbrauð í bland. Mjög fínt. Svo var jólasveinninn virkilega hress og skemmtilegur, spilaði á gítar og allt!! Hann var líka með alvöru jólaballsnammipoka.. skrjáfandi sellofan sem innihélt ísl. nammi. Það voru allir mjög ánægðir með það. 'Eg fékk strákana mína með mér í nokkra hringi, létu sig hafa það, en svo varð ég að fá Eigil lánaðan restina af ballinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)