Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2008 | 20:14
Slydda
Sumir skrifa oft og mikið, aðrir sjaldnar og minna, enn aðrir aldrei.. er nú með þessari færslu búin að taka framúr nokkrum vinum sem hafa ekki skrifað stakt orð síðan í janúar. Er nokkuð góð með mig núna, þar sem ég er latur bloggari.
Vetrarfríið hefði átt að vera núna, því það er ískalt og það var tilrauna-snjókoma í morgun. Snjó/slydduflygsur í lófastærð hlussuðust niður í 2 x 10 mínútur og bráðnuðu um leið. Var því miður ekki með myndavél tiltæka þegar krakkarnir þustu út í slydduna í frímínútunum, alsæl á stuttermabolum í úrkomunni. Það kom þá til tals að það hefur verið svo lítill snjór hér í mörg ár að mörg barnanna hafa ekki upplifað snjókomu hvað þá að hafa prufað að gera snjóbolta, renna sér á snjóþotu eða leikið sér í snjó... nema að fjölskyldan fari í skíðaferðir í útlöndum. Ætli þetta sé ekki síðasta snjótilraun vetrarins, vorblómin eru mörg komin upp og blómstra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 23:12
Vetrarfrí
Það er komið vetrarfrí í skólunum eins og venjulega í viku 7 á hverju ári. Við höfum ekki verið að fara í ferðalög á þessum tíma en höfum alltaf nóg að gera. Undanfarin ár hefur húsið hér fyllst af börnum sem hafa þurft pössun þessa vikuna en svona er það ekki í ár til tilbreytingar . Strákarnir skráðu sig nefnilega í handboltaskóla (mánudag-fimmtudag)og eru síðan boðnir í heimsókn til frændfólks frá fimmtudagskvöldi til laugardags!! Þeir fóru galvaskir af stað í morgun, byrjuðu kl. 9 og ég náði í þá kl.15.00. Þeir voru alsælir með daginn, enda ætti að vera fjör: 80 krakkar 8-14ára með fullt af þjálfurum í 2 íþróttasölum og einni sundlaug. Þeir komu dauðþreyttir en ánægðir heim. 'Eg hellti mér í það spennandi verkefni "skápatiltekt" í þvottahúsinu. Ýmislegt kom í leitirnar, t.d. regnbuxur sem búið er að vera að leyta að síðan í haust, 2 freyðivínsflöskur, 2 heilar koníaksflöskur, enn í kössunum, "afgangar" úr stóru afmælisveislunni. Þeir sem til þekkja vita þá hve langt er síðan tekið var til í þessum skápum síðast!!! Er ekkert að útlista það meir. En það er sem sagt til eitthvað með kaffinu skylduð þið vera á leiðinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2008 | 22:59
Stjørnuspá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 23:15
Hörkuhelgi
Bekkjarkvöld með 3.A og foreldrum í skólanum, elduðum og borðuðum saman fínan mat. Mjög skemmtilegt kvöld, sem endaði þó illa hjá einu foreldri.... hann var svo almennilegur að skutlast með ruslið yfir í ruslageymsluna þar sem ég beið með lykla til að opna í ausandi rigningunni... hann kom of hratt fyrir horn í slæmu skyggninu og negldi niður einum ljósastaur á fína bílnum sínum. Greyið maðurinn.
Skellti mér svo í íslenska eldhúsklippingu á laugardagsmorgninum í Esbjerg, svona til að vera fín fyrir 1.þorrablótið í Esbjerg um kvöldið. Það var mjög skemmtileg veisla, góður matur, passlega þorralegur (ekki of mikið súrmatur!!) með heimatilbúnum skemmtiatriðum og góðu fólki. Við vorum svo vakinn eldsnemma á sunnudeginum þar sem Stefán var komin með bullandi hita og vildi komast heim úr gistingunni, Jóhann fór að spila handbolta kl. 10.00 Ole fór í það, en ég fór í að undirbúa öskuballið/fastelavn í félagsheimilinu. Þar var mikið fjör frá 14.-16.00, en þetta er allt of mikið umstang fyrir svona stuttan tíma en krakkarnir 25 sem mættu skemmtu sér vel. Mínir komu sem þeir sjálfir.... nenntu ekki í búninga.
Hin gerðu þó mikið úr þeim... Ein bekkjarsystir Stefáns mætti sem ísskápur.....með öllu tilheyrandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 00:10
Ciki fær heimsókn
Það var fjör í þvottahúsinu í gærkvöldi þegar Fido, 9 vikna, kom í sína fyrstu heimsókn til Ciki, 6 1/2 árs. Hún tók vel á móti hvolpi og leyfði honum allt... nema að borða matinn. Hún varð þó þreytt á látunum og tönnunum hvössu á tímabili og skrapp út. Hann reyndi ekki að drekka hjá henni eins og ég eiginlega bjóst við, kannski tók hann ekki eftir spenunum (sem kettirnir totta enn, því miðu,, er að minnka þó!) Hann var allavega fjarska glaður að sjá "mömmu".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2008 | 23:51
Sofie frænka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 23:38
Væta
'Eg hef alveg gleymt að blogga. Ætli það sé veðrið að fara svona með mig?? Ömurleg rigning eignlega alla daga, mikil eða lítil, alltaf rigning enginn snjór, en það kom þó hörkurok með í dag til tilbreytingar. Er þó að skrökva, það stytti upp og sást til sólar seinnipart þriðjudags 22.1. Svona til að heiðra ömmu Stínu á stórafmælinu.... "þú hefur verið góð stelpa síðasta árið," eins og þeir segja hér í Danmörkinni ef veðrið er gott á afmælisdaginn. Þetta eru svona síðbúnar opinberar afmæliskveður, erum náttúrulega búin að hringja, senda sms og mail og allt það.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Danir eru komnir í úrslit.
Síðasta mínútan, allt krossað í bak og fyrir.
Ég horfði á síðustu mínúturnar, var annars of upptekin í frumraun minni í pípulögnum!! Fór nefnilega í það stóra verkefni að taka eldhúsið í gegn og það gekk vel framan af degi, þangað til ég fór í að hreinsa vaskinn og rusla/vaskaskápinn. Það er löng saga sem ég get eiginlega ekki farið út í að segja, því ég veit eiginlega ekki hvernig í ósköpunum þetta gerðist.... en það endaði á því að ég stóð með VATNSL'ASINN í höndunum og það tók mig heilan undanúrslitaleik að púsla þessu saman aftur. Þreif vatnslásinn náttúrlega líka fyrst ég var komin í þessa stöðu á annað borð Er að vakta uppþvottavélina í skrifuðum orðum.. ferlegt ef allt færi í sundur!! Nú eru ílát og handklæði inni í skáp til að taka mesta lekann þar til ég get fengið pípara til að koma. Verst að það verða svo margir hér á morgun = mikið uppvask... en þá er gott að við erum með 2 vaska og aðra uppþvottavél í þvottahúsinu! 'I framtíðinni verð ég bara að kalla á pípara ef það fer að koma skrítin lykt úr ruslaskápnum,,,, reyni ekki að þrífa neitt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 13:04
Spánarhús
Var að lesa þetta á dagblaðavafrinu og varð hugsað til allra sem hafa fjárfest í húsum á Spáni undanfarin ár. Hverning ætli staðan hjá þeim sé?? Það hlýtur að vera hryllingur að uppgötva að hús manns sé ólöglegt og sjá það rifið niður. Lítill séns að eigendur fái skaðabætur frá seljendum sem eru örugglega löngu búnir að lýsa sig gjaldþrota.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 22:30
Frænkan fædd
'I kvöld fæddist litla frænkan sem búið er að bíða eftir heillengi.... eða síðan við vissum að það væri von á stelpu. Hún kom hratt og örugglega, 9 dögum á undan áætlun, 25 mínútum eftir að foreldrarnir voru komnir á sjúkrahúsið!! Það var ekki búið að mæla og vigta þegar stoltur pabbinn hringdi með fréttirnar. Framhald síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2008 | 22:42
Kattaframhald
Það gengur illa að fá fresskettina af hundaspenunum, olían ógeðslega virkar ekki neitt. Kettirnir veigra sér aðeins við lyktinni, en láta sig svo hafa það. Siggý virðist vera hæstánægð með félagsskapinn svo við látum þetta vera í bili. Hún hlýtur að hætta að mjólka einhverntímann. En hún fær ekki fleiri kettlinga á spena, ekki ef við fáum að ráða. 'I dag var nefnilega farið með læðuna til dýralæknis og gengið frá því. Greyið kom til baka öll vönkuð og hissa. Nú á að halda henni inni í 9 daga, gefa pencilin og verkjalyf og sjá um að hún láti sárið vera, en það gengur illa að halda á henni kraganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)