Kattaframhald

Það gengur illa að fá fresskettina af hundaspenunum, olían ógeðslega virkar ekki neitt.  Kettirnir veigra sér aðeins við lyktinni, en láta sig svo hafa það.   Siggý virðist vera hæstánægð með félagsskapinn svo við látum þetta vera í bili.  Hún hlýtur að hætta að mjólka einhverntímann.   En hún fær ekki fleiri kettlinga á spena, ekki ef við fáum að ráða.  'I dag var nefnilega farið með læðuna til dýralæknis og gengið frá því.  Greyið kom til baka öll vönkuð og hissa.  Nú á að halda henni inni í 9 daga, gefa pencilin og verkjalyf og sjá um að hún láti sárið vera, en það gengur illa að halda á henni kraganum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kveðja af Skaganum á köldu vetrarkvöldi

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.1.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband