Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2007 | 21:34
Garður
Veðrið síðustu 2 vikur er búið að vera frábært (fyrir utan næturfrost),sól og ca.10stig á daginn þannig að maður vill helst bara vera úti. Enda eru næg verkefnin. Ég hef skellt mér út í garð eftir vinnu, í arfann og fíflana og núna er ég í matjurtagarðinum. Innan um risavaxið skrautgras berjast gulrætur,laukar og kryddjurtir við að vaxa. Ég er í því að taka skrautgrasið upp eins varlega og ég get svo ég dreifi ekki of mörgum fræjum... Við óafvitandi dreifðum þessu skrautgrasi (eins og ég kalla það, hef ekki hugmynd um hvað það heitir annars) um allan garðinn eftir að við um árið fundum þessa líka fínu mold neðst í safnhaugnum hér fyrir utan... og skelltum henni náttúrulega í matjurtagarðinnn svona til að bæta jarðveginn.-) Tengdó heitin var alveg hissa þegar þessi "arfi" sem hún hafði til að byrja með plantað í skrautgarðinn og síðan barist við að losa sig við í mörg ár var allt í einu komið út um allt aftur í öllu sínu veldi. Þá vitum við það, verðum að starta okkar eigin safnhaug og passa hvað maður setur í hann!!
Stefán er byrjaður að taka strætó heim á leið öðru hverju og gengur það ágætlega. Hann var feiminn við að byrja svo í 1.ferðinni fylgdi ég honum út í strætó og sagði bílstjóranum hvar hann ætti að fara út osfrv. 'Eg fór svo á bílnum og beið við stoppistöðina til að taka á móti honum. Eftir nokkra stund kom strætó brunandi framhjá..... og stoppaði ekki fyrr en ég hafði brunað á eftir honum hálfa leið til Ansager með blikkandi ljós (eða þannig). Stefán hafði alveg gleymt sér í strætó og mundi ekkert hvar hann átti að fara út og bílstjórinn var glænýr og hafði ekki hugmynd um þennan stoppistað.. þótt hann hefði jánkað öllu sem ég sagði þegar ég setti Stefán í vagninn!! En svona er það, Stefán gleymir þessu ekki í bráð og er vakandi fyrir því hver er að keyra og hvar hann á að fara úr!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 22:27
Fríið búið
Það var erfitt að vakna og koma sér í skóla í morgun eftir fríið, en það hafðist að lokum. Síðasta vika flaug hreinlega (eins og aðrar vikur hérna) en við skemmtum okkur vel og gerðum margt. Fórum t.d. í bíó að sjá "Ratatouille" eða hvernig sem það er stafað, allir skemmtu sér stórvel, bráðsniðug saga. Verkefnalistinn flotti og langi sem gerður var fyrir vikuna varð þó ekki mikið styttri, en það var þó hægt að strika yfir nokkrar línur. Við sveitafólkið afrekuðum eitt merkilegt sem ekki var á listanum, fórum 2x á einni viku í "mollið/Kringluna" í Kolding,sem er staður sem við aldrei höfðum stigið fæti inn í á þessum 6 árum sem við höfum búið hér. Fólk hér á svæðinu fer reglulega þangað í verslunarferðir svo það hefur þótt nokkuð skrítið að við skyldum aldrei hafa farið þangað .. en nú er sá pakki afgreiddur. Kannski gengur okkur betur með verkefnalistan í næsta fríi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 22:30
Frí
Nú er komið haustfrí í skólunum, sumarið þar með formlega á enda og íþróttatímarnir fara fram inni í húsi fram til páska. Þetta var sumarið sem við "gleymdum" garðhúsgögnunum inni í skúr. Nenntum hreinlega ekki að drösla þeim fram til að setja á rammskökku litlu stéttina, sólhlífin varð heldur ekki viðruð í ár. Þetta var líka sumarið þar sem aldrei var farið í sólbað í garðinum eða farið á ströndina, berin hanga enn á runnunum fyrir fuglana þar sem þau voru bragðlaus af sólarleysi, svo ég nennti ekki að tína þau. Það ringdi hreinlega of mikið. Þetta var líka sumarið sem við létum Legoland sigla sinn sjó án okkar... höfum annars verið tryggir gestir oft á hverju ári.
Það ringdi líka svolítið á okkur í Danfoss Universe i gær. Við ákváðum loksins að skella okkur, því síðasta áætlaða ferð var aldrei farin þarna 6.jan 2006!! 2ja tíma keyrsla þarna suður eftir, en vel þess virði að heimsækja fannst okkur, okkur var allavega fylgt út að hliði við lokun kl.18.00. Margt skemmtilegt að skoða og fikta í, en engir rússibanar eða hringekjur. Maður þurfti að hafa fyrir flestum hlutunum sjálfur. Þar sem við vorum komin svona langt skelltum við okkur í birgðasöfnun í Þýskalandi, svo nú ætti að vera nóg til af flestum drykkjarvörum fram yfir áramót!! Nema einhverjir mjög þyrstir birtist í óvænta heimsókn.
Solla og félagar voru að versla í sömu búð, það fór ekki fram hjá neinum sem skildi íslensku, við strákarnir fórum smá hjá okkur yfir látunum í þeim og létum lítið fyrir okkur fara, þar sem þau göluðu sín á milli þvert yfir risastóra búðina. 'Eg veit ekki hvort þau voru nýflutt eða hvað, virtust vera að tapa sér þarna inni ... kannski í sjokki yfir verðinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 22:15
Um og ó
Á leiðinni heim af foreldrakvöldi í skólanum í gærkvöldi um kl.hálftíu keyrðum við framhjá lítilli persónu sem gekk meðfram veginum (öfugum meginn) í dökkum fötum og með engin endurskynsmerki . Okkur brá nokkuð þar sem það er mjög dimmt hér í á kvöldin,,, engin götulýsing á sveitavegunum jú. Við snerum við til að athuga þetta nánar, allavega til að benda viðkomandi á að ganga réttum megin svona til öryggis, og einnig til að bjóða far. Þegar við stoppuðum urðum við heldur betur hissa að sjá að þetta var 9-11 ára strákur með stóra skólatösku, aleinn á ferð!! Við spurðum hvert hann væri að fara og hvort við mættum skutla honum.. hann afþakkaði alla hjálp og sneri sér út úr öllum spurningum, hvaðan hann væri að koma og hvert hann væri að fara osfrv. Hann mundi ekki hvað "vinurinn" sem hann hafði verið í heimsókn hét því hann væri nýfluttur, þaraf leiðandi mundi hann ekki heimilsfang sitt en hann vissi alveg hvar það væri. Hann afþakkaði að fá að nota símann því hann mundi heldur ekki símanúmerið og var ekki með gemsa.... strákurinn var þetta líka hraðlyginn, sagðist vera nýbyrjaður í skólanum sem ég vinn í .. sem var ekki satt. Við gátum ekki annað gert en að skilja hann eftir þarna á næturröltinu, fengum hann þó til að ganga réttum meginn á veginum ... því ekki gátum við troðið honum nauðugum í bílinn!! Við hringdum svo í lögregluna og létum vita af honum þarna á röltinu í nóttinni ef hans skyldi nú vera saknað, annað var ekki að gera.
'I dag fréttum við svo að lögreglan hefði hirt hann upp í bæ um klukkan 6.00 í morgun.. ætli hann hafi verið úti í alla nótt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 21:57
Brons
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 22:20
Ferðalangur
Ferðalangurinn kom heill heim, dauðþreyttur og lúinn með svartar túss-strípur í hárinu. Hvað á maður annað að gera í langri lestarferð??
Nýlentur á hlaðinu eftir ferðalagið.
Hann er búin að njóta þess að fá að sofa út í 2 daga, en svo er skólafótbolti ( í fyrsta skipti )á morgun. 1100 krakkar úr skólunum á svæðinu mæta í Tistrup til að spila fótbolta í rigningu frá 8-14 á morgun, ætti að vera fjör, hvernig sem litið er á það. Bræðurnir eru ekkert uppveðraðir yfir þessu móti, enda ekki mikið fyrir fótboltann! Vona bara að það rigni ekki mjög mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2007 | 19:48
Kisumóðir
Ciki hefur mikið að gera í mömmustússinu, er með 2 kettlinga á spena og virðist gefa vel!!! Það er allavega greinilegt að það er eitthvað í spenunum, þeir drekka á fullu. Kettlingarnir hanga á henni eða í kringum hana allan daginn og hún leyfir þeim það. Hin kattamóðirin virðist una þessum skiptum þrælvel og fylgist með úr fjarlægð, dauðfegin að losna við að gefa. Veit þó ekki hvort þetta sé nokkuð gott/hollt fyrir fullorðnar tíkur (6 ára) sem aldrei hafa fengið hvolpa. Eru einhverjir hundafræðingar hér?? Hvað eru kettlingar lengi á spena vanalega...?? Verð víst að fara að kynna mér þetta.
Jói verður heldur betur þreyttur þegar ég sæki hann kl.14.00 á morgun á lestarstöðina... langt ferðalag heim frá Bornholm en þau verða rekin á fætur kl. 4 í nótt til að leggja í hann!! Ekki öfunda ég kennarana! Stefán er farin að sakna bróðurs síns þrátt fyrir viðburðaríka helgi hjá honum sjálfum. Hann gisti hjá vini á laugardaginn (á meðan við vorum í veislu) og Oliver og hann voru einir hér heima mest allan sunnudaginn. Við fullorðna fólkið og Benjamin vorum að klára að tæma og þrífa hús tengdamömmu heitinnar, en það var afhent nýjum eigendum í dag. Það er skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að koma þangað aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 21:19
Tryllitæki og fl.
Jæja þá er búið að endurnýja sláttuvélina. Undratæki (með "bioklip"= enginn rakstur á eftir)sem slær "blettinn" á klukkutíma!! Það er að sögn Ole sem er búin að renna yfir svæðið einu sinni síðan tækið var keypt. Það væri nú frábært ef það er rétt því hingað til hefur slátturinn verið 4ra tíma dæmi. Gamli skrjóðurinn er alveg að gefast upp en verður notaður í það grófa. Strákarnir fengu að prufa í dag,,, kannski maður geti tælt þá í sláttinn með sér núna??
Það er allavega spennandi núna. Tækjastjórinn á þessari mynd er að fara í skólaferðalag í fyrramáli. 5 dagar á Bornholm, með viðkomu í Köben og Tívolí. Allir eru spenntir, ekki síst mamman þar sem þetta er fyrsta ferð hans að heiman í þetta marga daga!! Það er búið að pakka og gera klárt, en það er líklega óþarfi. Ef ég þekki þessa gaura rétt koma þeir í sömu fötum tilbaka á þriðjudaginn!
Hundur og kettir una sér vel eins og sjá má. 'Eg hef ekki hugmynd um hvort kettlingarnir eða "kattunglingarnir" fái eitthvað út úr þessu nema útrás fyrir sogþörfina. Ciki virðist líka þetta vel og fær í staðinn að sleikja þá í tætlur, svo þeir eru svotil alltaf hálfblautir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 17:42
Nærbuxur
Þá erum við komin í táningatískuna.... lét plata mig til að kaupa tískuNÆRBUXUR á elsta soninn í dag. Ætlaði aldrei að kaupa svona en... hann bað svo fallega... nefni ekki hvað pakki með 2 kostuðu Hann er að verða 12 og aðeins farin að þreifa fyrir sér í tískumálum, aðallega með hárið (lubbann) hingað til en nýleg hefur hann fengið áhuga á að prufa peysur sem margir "töffarar" í skólanum eru í. Þó er ekki búið að kaupa neina af þessum (rándýru) peysum enn þar sem hann fílar þær svo ekkert þegar í mátunarklefann er komið. Svo hann fékk nærbuxur í staðinn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 21:46
Bruni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)