Færsluflokkur: Bloggar

Afmæli

Við vorum í 6 ára afmælisveislu hjá Andreas frænda á sunnudaginn, mikið fjör eins og vera ber. Hann var bara vikugamall þegar við fluttum til Dk  25.ágúst, en sama dag fæddist tíkin Ciki á Fjóni!!  Hún á bara inni afmælisbeinið!  'Otrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst ég vera nýflutt.   Við gleymdum jú afmælunum hér þar sem við eyddum laugardeginum í breytingarnar miklu... tókum upp á því að breyta loksins,,, skiptum á borðstofu og stofu, í svona klukkutíma.. eða þar til  við komumst nefnilega að því að það myndi alls ekki ganga upp eins og við höfðum ímyndað okkur.  Svo við fluttum allt  til baka eða næstum.  Gott að við prufuðum það loksins og höfum nú fengið þessa grillu út úr hausnum... þá er kannski von um að við hengjum eitthvað á veggina innan árs!!   Allavega verður tekið ærlega til því við urðum að tæma alla skápa og skúffur til að geta flutt húsgögnin. Glös og drasl er eins og hráviður út um allt en með harðri hendi sjatnar í þessu smá saman

 


Ágúst

Komin til baka eftir frábært sumarfrí á 'Islandi með glimrandi veðri, glæsilegu brúðkaupi hjá litla bróðir, skemmtilegum heimsóknum  og eftirminnilegum ferðalögum um landið.  

'Eg hef verið of upptekin undanfarið til að blogga... tölvutíminn minn hefur  hreinlega farið í að flandra um netið og lesa annarra manna blogg.  'Otrúlegt hvað maður er forvitin!!  Á þessu bloggflakki hef ég lesið /kíkt á hitt og þetta hjá kunnugum og ókunnugum og hef mikið gaman af.  Það eru lygilega margir skemmtilegir pennar þarna úti, ég hef skemmt mér vel.

Dýralífið í sveitinni heldur áfram eins og vanalega.  Kvígurnar flakka á milli girðinga, en halda sig sem betur fer innan þeirra  á milli flutninga. Tíkin Ciki og kettlingarnir eru afskaplega góðir vinir.  Það er að segja þessir 2 sem eftir eru. 2 dóu jú stutt eftir fæðingu en sá þriðji fór á meðan við vorum í sumarfríi á 'Islandi.  Hundur nágrannans kemur enn oft í heimsókn og skilur eftir sig afurðir undir snúrunum hjá okkur.... maður verður að passa sig hvar maður stígur þegar verið er að hengja út!  'Otrúlegt að hann skuli alltaf velja sér sama stað.  Flugur og kóngulær eru að gera mig vitlausar.  'Eg tók mig til og þreif gluggana um helgina, allan hringinn,,, 18 gluggar á neðri hæðinni, með 2 fögum sem eru opnanlegir og því mjög aðlaðandi sem ´kóngulóabústaðir. ´Það hurfu geysimörg "heimili" og ein kónguló var afar reið, allavega beit hún mig í puttann í því sem ég reif niður heimili hennar og unganna.  Hef aldrei lent í því áður.

Skólinn er byrjaður og strákarnir hæstánægðir að vera byrjaðir  og vera með félögum sína.  Þeir gera heimaverkefnin samviskusamlega... enn sem komið er enda er þetta bara 1.alvöru vikan.  'I gærkvöldi var foreldrafundur vegna væntanlegs skólaferðalags 6.bekkjar (29 stk.) til Bornholm... 5 daga ævintýraferð með stoppi í Tivoli á leiðinni... hverju ætli þau týni á leiðinni?  Þetta verður mjög skemmtilegt ... ef að einstaka foreldri tekst ekki að spilla fyrir .... einn pabbinn varð alveg vitlaus þegar það bar á góma að etv. myndu sumir úr bekknum deila herbergi með öðrum úr bekknum úr sérkennsludeildinni, þeas  8 börn með ýmsar greiningar.  Það þótti ´honum alveg ómögulegt...  kannski verða hinir heppnir og hann haldi syni sínum heima í mótmælaskini .-)  Það má alltaf vona.

 

 


Dýralíf

Þessa dagana fer mikið fyrir dýralífinu hérna í sveitinni eins og von er um hásumar, eða því sem næst.  Starrar og svölur eru í öllum fáanlegum hreiðrum hér í kring, úti í bílskúr, uppi á hlöðulofti og í öllum trjám. Það er svo að það er áhættusamt að hengja út þvott...  ekki öruggt að hann komi hreinn inn aftur.  Svölurnar þjóta hér um á lágu flugi og ótrúlegt að maður sé ekki búin að fá eina í augað eða eyrað.  Frábærir "flugmenn" svölurnar verður að segja. 

Það eru víst ekki margir sem geta stært sig af að hafa eina svona í garðinum hjá sér.. eða hvað!?

kvíga i gardinum       Kvígan kíkti í heimsókn um helgina, það var smá baks að fá hana inn í girðinguna aftur.. án þess að hinar slyppu út líka.   Daginn eftir var flokkurinn, 28 kvígur og 1 naut, flutt suður fyrir garðinn á beitilandið út á engi.  Ekki vildi betur til en svo að 2 dögum síðar fer allur hópurinn í ævintýraferð, upp afleggjarann... og reyndi að komast í garðinn okkar líka.  Það tókst ekki sem betur fer, en þær náðu að naga nokkra runna.  'Eg var úti í garði þegar ég uppgötva strokið,  var ein heima með Stefán og vin hans, sem voru ekki viðlátnir þegar ég þurfti á hjálp þeirra að halda.  Það var alger heppni að nágrannarnir voru heima og stukku til og hjálpuðu mér að koma dýrunum í girðunguna aftur.  Það tók dágóða stund, það þurfti að skoða svo margt og smakka á ýmsu.  Mér leist ekkert á þetta, enda allsendis óvanur kúasmali.

kisur fundnar

Læðan Lionheart gaut 5 kettlingum í síðustu viku.  Hún reyndi að koma sér fyrir inni í fataskáp hjá okkur en skipti um skoðun eftir að hún var uppgötvuð.  Daginn eftir var hún orðin léttari og leitin að kettlingunum hófst.  Það var ekki fyrr en 3 dögum síðar að Ole fann þá úti á akri, í bæli undir háu grasi.  Greinilegt að Lionheart er ung.. vissi greinilega ekkert hvað hún átti að gera!!!   Fjölskyldan var flutt upp á heyloft, og Ole klippti á naflastrengina en þrír kettlingar voru flæktir saman.  Læðan unga hefur ekki mikið vit á  svona löguðu greinilega.  2 kettlingar hafa dáið og hafa verið jarðaðir með töluverðri viðhöfn.  'I dag 1. júní flutti fjölskyldan aftur, nú að frumkvæði móðurinnar.  Hún sá sér leik á borði þegar verið var að viðra ganginn  og skutlaðist með kettlingana inn í fatahengi,  bak við töskur og dót sem þar oft dagar uppi.  Ég uppgötvaði það ekki fyrr en þegar Ciki (tíkin á bænum) var að leika sér með gulan hnoðra við dyrnar, mamman Lionheart gerði ekki neitt, horfði bara forviða á lokaða útidyrahurðina.  Stefán gerði "hreiður" handa þeim, en fjölskyldan verður flutt aftur upp á loft á morgun.

DSCF8855

DSCF8856

DSCF8863

DSCF8866

DSCF8861

Jóhann með kettling og Ciki

DSCF8873

Hana langar nú voðalega mikið til að leika sér með þá!!!

 


Maí

Tíminn líður hratt, maí bara að verða búinn.  Það komu góðir gestir 11.-13.maí.  Slöppuðum af, fórum í göngutúr í skóginum  rigningunni.

i skóginum

og kíktum á lömbin hjá nágrönnunum.

lambaskodun

 


Fíflaslagsmál

Veðrið hefur verið hreint út sagt ótrúlega gott hérna í sveitinni í april.  Klukkan er ca. 21. að kveldi 30.apríl, strákarnir úti að hoppa á trampólíni á nærfötunum, svona rétt fyrir svefninn.  Fíflarnir hafa blómstrað og milljónir af biðukollum eru um það bil að opna sig og bíða eftir smá hreyfingu á loftinu til að komast á næsta stað.  'Eg fór hamförum með sláttuvélarnar í dag til að reyna að hemja útbreiðsluna eitthvað, vorum búin að gera svo fínt í garðinum.  En þetta er vonlaus barátta, fíflarnir eru alls staðar í kringum okkur.  Og eru nú skratti fallegir þrátt fyrir allt.

Andleysið

Andleysið er mikið þessa dagana en þó nóg að gera á öllum vígstöðvum. Það er bara erfitt að skrifa um að tengdamóðir mín dó 5.4. eftir að hafa fengið hjartaáfall þ.31.3. hún lést fyrir aldur fram aðeins 71 árs.  Hún hafði aldrei lent á sjúkrahúsi nema þegar hún braut á sér únliðinn fyrir nokkrum árum.  Dugleg, vinamörg, hjálpsöm og alltaf hress og kát.  Við söknum hennar mikið. Heiðruð sé minning Karenar.Karen maj 2006

 

 


Blaðasending

Ásta frænka kom í gær með blaðasendingu frá Bjargi, nú get ég heldur betur verið með í slúðrinu.   Hverjir eru með hverjum eða ekki.  Takk mamma.  En ég hef ekki hugmynd um lengur hvaða fólk þetta er , fyrir hvað það er þekkt aða alræmt osfrv.  Merki um að  maður hafi verið lengi í burtu!!!  Hef samt gaman af að blaða í gegnum þessi blöð. 

Kominn sumartími í DK, uppgötvuðum við í morgun er kunningjakona kom við, svo nú eigum við séns á að stilla klukkurnar svo við vöknum á réttum tíma á morgun.  Enginn afsökun. 


Rok

Við förum rosalega rólega af stað með þessi skrif.  Er svo feimin, eða andlaus!!  Mér finnst mjög gaman að vafra um önnur blogg en það stendur eitthvað í mér að skrifa sjálf. En nú er bara að láta vaða, það er hvor sem er enginn að lesa þetta og ég get æft mig í friðiWink.Stefán á afmælisdaginn

Helgin fór í að halda upp á 9 afmælið hans Stefáns, sem bauð öllum strákunum í árganginum, alls 17 stk.  Hressir kátir svangir gaurar sem átu okkur út úr húsi eða þannig. Þeir hafa heldur betur fengið matarlyst síðan í fyrra allavega; þetta innbyrtu þeir á mettíma - 3 kg. af gulrótum, 5 gúrkur, 6 falda uppskrift af pylshornum, 2 kg. af frönskum, 2 rjómatertur, 1 skúffuköku  að ótöldum drykkjarvörum og gúmmelaði.  Það var gaman að hafa svona fullt hús af strákum, þeir skemmtu sér vel greinilega, sumir inni aðrir úti eða uppi á heylofti sem vekur alltaf lukku. Það var hörkurok og rigning á köflum en það aftraði þeim ekki frá að fara út og hoppa á trampólíninu.... sem við fundum á hvolfi í morgun eftir rokið í gær/nótt.


Afmæli

Yngri sonurinn er alsæll með afmælisdaginn til þessa, sæll með gjafirnar, fullt af peningum, Pokemon spil, drekabók og gjafakort á nýtt hjól.  9 ára gamall ótrúlegt en satt.  Hann valdi að fjölskyldan færi í sund og út að borða í Esbjerg á eftir. 

 


Það var þá aldrei..

Það var þá aldrei, komin með blogg eins og "allir". Sjáum hvað kemur út úr því.DSCF6399

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband