Afmæli

Við vorum í 6 ára afmælisveislu hjá Andreas frænda á sunnudaginn, mikið fjör eins og vera ber. Hann var bara vikugamall þegar við fluttum til Dk  25.ágúst, en sama dag fæddist tíkin Ciki á Fjóni!!  Hún á bara inni afmælisbeinið!  'Otrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst ég vera nýflutt.   Við gleymdum jú afmælunum hér þar sem við eyddum laugardeginum í breytingarnar miklu... tókum upp á því að breyta loksins,,, skiptum á borðstofu og stofu, í svona klukkutíma.. eða þar til  við komumst nefnilega að því að það myndi alls ekki ganga upp eins og við höfðum ímyndað okkur.  Svo við fluttum allt  til baka eða næstum.  Gott að við prufuðum það loksins og höfum nú fengið þessa grillu út úr hausnum... þá er kannski von um að við hengjum eitthvað á veggina innan árs!!   Allavega verður tekið ærlega til því við urðum að tæma alla skápa og skúffur til að geta flutt húsgögnin. Glös og drasl er eins og hráviður út um allt en með harðri hendi sjatnar í þessu smá saman

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er allt að lifna við sé ég, .... Gott mál.
Líst vel á þetta hjá ykkur, þú átt nú eflaust fjöldan allan af myndum sem eiga eftir að sóma sér vel á veggjunum, fyrst að þessar vangaveltur eru komnar frá.
Takk fyrir strákinn í dag hann var bara sáttur þegar hann kom heim og ætlar að halda áfram (vonandi)

kveðjur úr nágreninu.

Ásta Laufey (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband