Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hinn

Laugardagsmorgnar eru oft letimorgnar ef ekkert er á döfinni hérna hjá okkur.  Svona var það í dag, einn að borða morgunmat,annar í tölvunni og hinn að horfa á sjónvarp þegar ég skellti mér í langa, heita og góða sturtu í morgun.  Þegar ég kom fram aftur var einn á þönum að leita að hinum sem hafði gufað upp úr sófanum og svaraði ekki köllum og fannst hvergi.  Ég slóst í hóp leitarmanna og það var farið út um allt hús og kallað og kíkt undir rúm, sængurbunka, ofaní kistur og inn í skápa og hvaðeina.  Skórnir hans voru horfnir líka sem og flíspeysa svo það var farið út í fjós, hlöðu, bílskúr, Hákot og skemmu og á endanum út í skóg, hrópandi og galandi, vopnuð farsímum.  En hann svaraði ekki og  fannst hvergi, hjólið var á sínum stað og við skildum ekkert í þessu.  Vorum að því komin að fara að hringja í meiri mannskap í leitina þegar gutti lallar inn.  Honum hafði þá  bara dottið í hug að fara í göngutúr til Hodde (mjög svo óvanalegt) og dreif sig af stað án þess að láta neinn vita. Hann veit betur núna eftir að hafa séð ástandið á foreldrum sínum þegar hann birtist aftur.Smile


Krepputal

Fylgist með krepputalinu hérna og ástandinu á 'Islandi.  Vona að sem flestir komist uppúr þessum öldudal án mikils skaða.  Þetta var þó mun meiri sprenging en mann óraði fyrir að myndi koma eftir öll þensluárin... ég var þó viss um að eitthvað myndi springa einhverntíman.  Hef fylgst með úr fjarlægð og hreinlega ekki skilið hvernig hægt var að keyra þensluna og neysluna svona upp á svo stuttum tíma.  Kranaskógarnir í Rvk.og nágrenni, ný hús/hallir á ótúlegustu stöðum, nýji bílaflotinn og flottheit á öllu... þessu hef ég verið að furða mig á þegar við komum keyrandi frá Keflavík í heimsóknir.  Svo ekki sé minnst á allt útrásardæmið.  Held að ég bíði bara eftir að bókin eða bækurnar komi út .... svo ég ég geti lesið mér til um hvað eiginilega gerðist!Wink


Uglurnar...

eru flognar úr hreiðrinu en ekki farnar langt.  Við vitum ekki hvort allir ungarnir 5 hafi lifað sumarið af en það eru allavega nokkrar hérna úti sem kallast á á kvöldin.  'Otrúlegur hávaði í þeim hreint út sagt, en það venst.  Þær eru kannski að rífast um hver megi vera áfram í uglukassanum, ekki er pláss fyrir margar þar allavega.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband