Færsluflokkur: Bloggar
31.12.2008 | 09:38
'Aramótakveðja
Frost og funi hér i DK á síðasta degi ársins, kannski það viðri vel á raketturnar í kvöld. Við verðum uppi í bæ með vinafólki, svo strákarnir eru spenntir yfir því að geta dandalast með félögunum i Tistrup. Það er búið að finna restarnar af rakettum og dóti frá í fyrra, gleraugun og kaupa nýtt krútt. Svo verður núna farið að gera eftirréttinn sem við eigum að sjá um,,, sleppum létt í ár.
Vonum að allir komist heilir á höldnu inn í nýja árið. Kærar áramótakveðjur frá okkur á Lundgaard
Myndin er tekin i granítfjöllunum í Yosemite National Park, Kaliforníu, i júlí í ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2008 | 01:45
Jóla hvað
Jólaepli er ekkert vandamál fyrir krúttið í fjsk. Sofie Karen 11 mánaða.
'Oskum öllum lesendum gæfu- og gjörvileika á nýju ári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2008 | 21:59
1.des
Má segja til hamingju með daginn??
Þessi færsla er bara til málamynda,
bara til að sýna lit.
Er en svo bit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Maður leggur varla í að lesa fleiri fréttir frá 'Islandi, en ég geri það samt, oft á dag og hneykslast meir og meir og meir og á eflaust eftir að hneykslast meira og meira eftir því sem fleiri sannleikar verða lagðir á borðið.
Tek því hér med undir með 'Olínu: Og burt með spillingarliðið - hvar í flokki sem það stendur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 22:37
Hinn
Laugardagsmorgnar eru oft letimorgnar ef ekkert er á döfinni hérna hjá okkur. Svona var það í dag, einn að borða morgunmat,annar í tölvunni og hinn að horfa á sjónvarp þegar ég skellti mér í langa, heita og góða sturtu í morgun. Þegar ég kom fram aftur var einn á þönum að leita að hinum sem hafði gufað upp úr sófanum og svaraði ekki köllum og fannst hvergi. Ég slóst í hóp leitarmanna og það var farið út um allt hús og kallað og kíkt undir rúm, sængurbunka, ofaní kistur og inn í skápa og hvaðeina. Skórnir hans voru horfnir líka sem og flíspeysa svo það var farið út í fjós, hlöðu, bílskúr, Hákot og skemmu og á endanum út í skóg, hrópandi og galandi, vopnuð farsímum. En hann svaraði ekki og fannst hvergi, hjólið var á sínum stað og við skildum ekkert í þessu. Vorum að því komin að fara að hringja í meiri mannskap í leitina þegar gutti lallar inn. Honum hafði þá bara dottið í hug að fara í göngutúr til Hodde (mjög svo óvanalegt) og dreif sig af stað án þess að láta neinn vita. Hann veit betur núna eftir að hafa séð ástandið á foreldrum sínum þegar hann birtist aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2008 | 21:47
Krepputal
Fylgist með krepputalinu hérna og ástandinu á 'Islandi. Vona að sem flestir komist uppúr þessum öldudal án mikils skaða. Þetta var þó mun meiri sprenging en mann óraði fyrir að myndi koma eftir öll þensluárin... ég var þó viss um að eitthvað myndi springa einhverntíman. Hef fylgst með úr fjarlægð og hreinlega ekki skilið hvernig hægt var að keyra þensluna og neysluna svona upp á svo stuttum tíma. Kranaskógarnir í Rvk.og nágrenni, ný hús/hallir á ótúlegustu stöðum, nýji bílaflotinn og flottheit á öllu... þessu hef ég verið að furða mig á þegar við komum keyrandi frá Keflavík í heimsóknir. Svo ekki sé minnst á allt útrásardæmið. Held að ég bíði bara eftir að bókin eða bækurnar komi út .... svo ég ég geti lesið mér til um hvað eiginilega gerðist!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 20:19
Uglurnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 21:27
Breytingar
Skiluðum "Igor" aftur heim í rokið í gær eftir nokkrar votar og vindasamar vikur í DK. Það var ekki lítið sem hann kom í verk. Nokkur sýnishorn hérna.....
og eftir meðferð hjá ef til vill frábærasta pabba í heimi!!
eftir...
því miður virðist sem að það komist ekki fleiri myndir fyrir hér í kvöld... svo kannski meira seinna. Allavega frábærar breytingar á Lundgaard til hins betra sem við hefðum ekki getað náð að gera með öllu hinu. Takk fyrir í það. Mátt til að monta mig af pabba!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2008 | 20:52
Smá líf hérna
Lygilegt hvernig tímin flýgur frá manni. Rétt búin að vera í frábæru frí, vera með frábærum gestum sem sáu um heimilshaldið að mestu og meira til, farin að vinna aftur, 'Olympíuleikarnir komnir og farnir .. og "Igor" í fullri vinnu hér heima. Það hefur viðrað illa að mestu undanfarnar vikur,,, allavega er það það sem maður man, þessar sólarglettur hafa verið allt of fáar og langt á milli þeirra. Þrátt fyrir það hefur "Igor" náð að gera ótrúlega hluti sem fegra býlið sem um munar. Við erum óendanlega þakklát fyrir það. Myndir seinna , hér eða á hinni síðunni.
'I kvöld var gott veður og við skelltum okkur öll í smá veiðitúr niðri að á. Við öll erum Igor, við 4, hundur og köttur!! Það þurfti að bera köttinn síðasta spölinn því prinsessan þolir ekki að vaða í vatni. Mjög spennandi að viðra veiðistangirnar og gá hvort allt virkaði, (vonlausar græjur sem við eigum), en færið var vonlaust , allt of mikill gróður í ánni og árbökkunum og mýið líka (að vakna) að fara með okkur. En það var prufað, hlökkum bara til að prufa aftur þegar áin verður orðin að alvöru á eftir nokkur ár!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 05:33
Eureka..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)